Píratar klofna vegna orkupakka

Píratar felldu tillögu um að orkupakkinn færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Smári McCarthy þingmaður sagði tillöguna vera ,,meiri æfing í skrílræði en lýðræði."

Til skamms tíma voru Píratar almenn fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum. En dæmið snýst við þegar þeir sjá fram á að vera í tapliðinu, þá er þjóðaratkvæði ,,skrílræði."

Sumir Píratar eru aftur fylgjandi nýrri stjórnmálahreyfingu sem vill orkupakkann í þjóðaratkvæði.


Rósa B. fékk kennslu, - og móðgaðist

Arnar Þór Jónsson dómari hélt stutta kennslustund á fundi utanríkismálefndar alþingis. Kjarninn er þessi: ef Ísland samþykkir orkupakka þrjú verður landið hluti af orkusambandi Evrópu, European energy union. Orkusambandið er byggt upp á 5 þáttum. Einn af þessum fimm þáttum er svohljóðandi:

Samhæfður innri orkumarkaður er tryggir frjálst flæði orku í ESB með nauðsynlegum innviðum án tækni- eða reglugerðahindrana.
(A fully integrated internal energy market -  enabling the free flow of energy through the EU through adequate infrastructure and without technical or regulatory barriers)

Arnar Þór benti á hið augljósa, að Ísland verði að hlíta markmiðum, lögum og reglum Evrópusambandsins í orkumálum ef við tækjum upp orkupakka 3. Fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum er þar með farið til Brussel.

Rósa B. þingmaður sagði kennslu Arnars Þórs ,,bara mjög móðgandi". Eins og aðrir orkupakkasinnar vill Rósa B. trúa því að orkupakkinn sé þýðingarlaust smámál og bregst ókvæða við ef hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru.

 

 


mbl.is „Þetta er bara mjög móðgandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband