Hlýnun er góðar fréttir - og náttúrulegar

Á Íslandi er of kalt. Spyrjið bara bændur á Norð-Austurlandi. Góðu fréttirnar eru þær að náttúran sér til þess að nú hlýnar. Spyrjið bara Jørgen Peder Steffensen jarðeðlisfræðing og prófessor hjá Niels Bohr Institutet í Kaupmannahafnarháskóla.

Ágúst H. Bjarnason tók saman helstu niðurstöður danska vísindamannsins og birti á fésbókarsíðu sinni:

- Fyrir árþúsundi var hitinn á Grænlandi 1,5 gráðum hærri en í dag.

- Hann var ef til vill 2.5°C hærri fyrir 4000 árum.

- Rannsóknir víðar í heiminum styðja þessa mynd.

- Hitamælingar hófust á kaldasta tímabili síðustu 10.000 ára og við miðum hlýnunina við það.

- Mjög erfitt er þess vegna að sýna fram á hvort núverandi hlýindi stafi af mannavöldum eða eigi sér náttúrulegar orsakir.

Þeir sem trúa á manngert veður trúa líka að jólasveinninn komi til byggða á sumrin.


mbl.is „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það mætti nú alveg skoða færslu "segulpólsins" á síðustu áratugum og hvaða áhrif það hefur á veðurfarið.  En það virðist ekki "mega" koma þessu á framfæri því það hentar ekki RÉTTTRÚNAÐINUM......

Jóhann Elíasson, 20.8.2019 kl. 14:42

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hlýnunin er dásamleg. 

Enginn spyr þotuliðið sem talar og malar um "aðgerðir í loftslagsmálum" hvert sé markmið þeirra - nákvæmlega - lið fyrir lið af vísindalegri nákvæmni. Blaðrarar sem kunna nokkur hundruð frasa og hafa umboð til að eyða skattfé almennings - til að bæta eigin ímynd og koma í veg fyrir að þeir verði bannfærðir - eru ekki vísindamenn, heldur predikarar sem hafa bullað út í eitt árum saman.

Ógæfan er sú að öfugt við venjulega guðstrú höfðu menn þó vit á að aðskilja ríki og kirkju. Því er ekki að heilsa núna. Afleiðingin er sú að það er bannað að efast en engin veit hvað það þýðir í raun. Því er þögn. Þeir vísindamenn sem þora að efast eru festir komnir á eftirlaun. Það eru ný "vísindi" að ekki megi efast. 

Það þýðir að þegar prókúruhafar skattanna okkar tala um "aðgerðir í loftslagsmálum" veitir engin þessum uppskrúfuðu egóistum eðlilegt aðhald.

Benedikt Halldórsson, 20.8.2019 kl. 15:09

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

RÚV endursýndi viðtal við Michael E Mann sem er svo sannfærður um eigið ágæti og óskeikuleika í loftslagsmálum að hann vill bannfæra alla þá sem eru á annarri skoðun. 

Mann is also a direct collaborator with the RICO20 professors, who along with U.S. Sen. Sheldon Whitehouse (D-RI), have called for prosecution of all climate skeptics.

Benedikt Halldórsson, 20.8.2019 kl. 16:38

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er ekki bara Michael Mann sem vill bannfæra alla sem hugsa sjálfstætt. Vísindaritið Nature gerði það fyrir nokkrum dögum.  

Sjá vef Dr. Judith Curry fyrrum prófessors í loftslagsfræðum.
https://judithcurry.com/2019/08/14/the-latest-travesty-in-consensus-enforcement/

 

Sjá hótun Moncktons lávarðar um málsókn  dragi Nature greinina ekki til baka á allra næstu dögum.
https://wattsupwiththat.com/2019/08/16/fraud-breach-of-right-of-privacy-and-libel-by-nature-communications-naturecomms/

Ýmsir fleiri hafa hótað málssókn.  Hér er hægt að finna blogg um stöðu mála eins og þau gafa þróast. Virðist vera orðið stórmál.
https://wattsupwiththat.com/




Ágúst H Bjarnason, 20.8.2019 kl. 17:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég las fréttina sem er kveykjan af færslu Pálsvill.Eftir upptalningu fyrirmenna og trúaðra á hlýnun jarðar sem voru mætt var mér virkilega skemmt; "Lítið var um óbreytta borgara" - -

Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2019 kl. 18:27

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nú "vill" fólkið sem hefur aðgang að skattfé okkar, auka samvinnu og hafa samráð við Þýskaland til að vinna gegn loftlagsvánni en rafmagnið í Þýskalandi er helmingi hærra en í Frakklandi þökk sé misheppnuðum aðgerðum gegn loftslagsvánni. Frakkland er grænna með sín kjarnorkuver. Vind- sólarorka þarf á sæstrengjum að halda af því að það er ekki hægt að geyma umframorku nema í nokkrar mínútur. 

Benedikt Halldórsson, 21.8.2019 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband