Mótsögnin og málamiðlunin í orkupakkanum

Orkupakkinn er í hnút, bæði á alþingi og meðal þjóðarinnar, af þeirri einföldu ástæðu að í pakkanum er eftirfarandi mótsögn: pakkinn gerir ráð fyrir að Ísland innleiði lög, reglur og tilskipanir ESB um sameiginlegan raforkumarkað annars vegar en hins vegar er Ísland ekki aðili að innri raforkumarkaði ESB og verður það ekki án sæstrengs.

Í þingsályktun Gulla utanríkis er mótsögnin orðuð svona:

Lagt er til að Alþingi heimili ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn á þeirri forsendu að engin grunnvirki yfir landamæri eru nú fyrir hendi á Íslandi sem gera mögulegt að flytja raforku á milli Íslands og orkumarkaðar ESB. Ákvæði þriðja orkupakka ESB um slík grunnvirki, þar á meðal í reglugerð (EB) nr. 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, eiga því ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi að óbreyttu. (undirstrikun pv)

Eins og fram kemur í þingsályktuninni er orkupakkinn samtals 8 gerðir. Í greinargerð segir að Ísland hafi þegar fengið undanþágu frá 4, já fjórum, af þessum gerðum. Þær varða jarðgas.

Hér kemur málamiðlunin: Ísland fær undanþágu frá þeim fjórum gerðum sem eftir standa, enda eiga þær ,,ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi" en samþykkja pakkann að öðru leyti. Ísland myndi sem sagt samþykkja tóman orkupakka með því að fá undanþágu frá öllu innihaldinu, - sem vel að merkja hefur enga þýðingu hvort eð er hér á landi.

Verði þessi leið farin getur Gulli utanríkis sagt yfirmönnum sínum í Osló og Brussel að hann hafi fengið orkupakkann samþykktan á Íslandi - tóman. Og rúsínan í pylsuendanum er að Gulli, Bjarni, Þórdís og Áslaug bera ekki lengur ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði ómarktækur smáflokkur landssölufólks.


mbl.is Mótsögn í umræðum um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar maður hugsar til Sjálfstæðisflokksins og dugleysis forystunnar dettur manni helst í hug ljóðlínur Jónasar:

nú er hún Snorrabúð stekkur/og lyngið á Lögbergi helga/blánar af berjum hvert ár/börnum og hröfnum að leik.

Á meðan reitir Sigmundur Davíð allar fjaðrirnar af Sjálfstæðisflokknum. Hann ræddi á Bylgjunni í morgun um fækkun opinberra starfsmanna og minnkun báknsins.

Það er langt síðan slíkar yfirlýsingar hafa heyrst frá forystu Sjálfstæðisflokksins.

Ragnhildur Kolka, 20.8.2019 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband