Hlýnun er góðar fréttir - og náttúrulegar

Á Íslandi er of kalt. Spyrjið bara bændur á Norð-Austurlandi. Góðu fréttirnar eru þær að náttúran sér til þess að nú hlýnar. Spyrjið bara Jørgen Peder Steffensen jarðeðlisfræðing og prófessor hjá Niels Bohr Institutet í Kaupmannahafnarháskóla.

Ágúst H. Bjarnason tók saman helstu niðurstöður danska vísindamannsins og birti á fésbókarsíðu sinni:

- Fyrir árþúsundi var hitinn á Grænlandi 1,5 gráðum hærri en í dag.

- Hann var ef til vill 2.5°C hærri fyrir 4000 árum.

- Rannsóknir víðar í heiminum styðja þessa mynd.

- Hitamælingar hófust á kaldasta tímabili síðustu 10.000 ára og við miðum hlýnunina við það.

- Mjög erfitt er þess vegna að sýna fram á hvort núverandi hlýindi stafi af mannavöldum eða eigi sér náttúrulegar orsakir.

Þeir sem trúa á manngert veður trúa líka að jólasveinninn komi til byggða á sumrin.


mbl.is „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögnin og málamiðlunin í orkupakkanum

Orkupakkinn er í hnút, bæði á alþingi og meðal þjóðarinnar, af þeirri einföldu ástæðu að í pakkanum er eftirfarandi mótsögn: pakkinn gerir ráð fyrir að Ísland innleiði lög, reglur og tilskipanir ESB um sameiginlegan raforkumarkað annars vegar en hins vegar er Ísland ekki aðili að innri raforkumarkaði ESB og verður það ekki án sæstrengs.

Í þingsályktun Gulla utanríkis er mótsögnin orðuð svona:

Lagt er til að Alþingi heimili ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn á þeirri forsendu að engin grunnvirki yfir landamæri eru nú fyrir hendi á Íslandi sem gera mögulegt að flytja raforku á milli Íslands og orkumarkaðar ESB. Ákvæði þriðja orkupakka ESB um slík grunnvirki, þar á meðal í reglugerð (EB) nr. 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, eiga því ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi að óbreyttu. (undirstrikun pv)

Eins og fram kemur í þingsályktuninni er orkupakkinn samtals 8 gerðir. Í greinargerð segir að Ísland hafi þegar fengið undanþágu frá 4, já fjórum, af þessum gerðum. Þær varða jarðgas.

Hér kemur málamiðlunin: Ísland fær undanþágu frá þeim fjórum gerðum sem eftir standa, enda eiga þær ,,ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi" en samþykkja pakkann að öðru leyti. Ísland myndi sem sagt samþykkja tóman orkupakka með því að fá undanþágu frá öllu innihaldinu, - sem vel að merkja hefur enga þýðingu hvort eð er hér á landi.

Verði þessi leið farin getur Gulli utanríkis sagt yfirmönnum sínum í Osló og Brussel að hann hafi fengið orkupakkann samþykktan á Íslandi - tóman. Og rúsínan í pylsuendanum er að Gulli, Bjarni, Þórdís og Áslaug bera ekki lengur ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði ómarktækur smáflokkur landssölufólks.


mbl.is Mótsögn í umræðum um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband