Orkupakkinn og tvær blokkir á Norður-Atlantshafi

Með hörðu Brexit tapar Evrópa Bretlandi í hendur Bandaríkjamanna, skrifar áhrifavaldur í breskan fjölmiðil. Bandaríkin vilja eignast Grænland. Dæmin tvö segja okkur að stórveldapólitík á Norður-Atlantshafi tekur hamskiptum þessi árin. 

Orkupakkinn tengir Ísland beint við orkustefnu/orkusamband meginlands Evrópu, þar sem ESB ræður ríkjum. Orkupakkinn er þess vegna ekki aðeins lögfræðilegt álitamál eða innanríkispólitík á Fróni heldur stórpólitískt viðfangsefni.

Ísland gæti staðið frammi fyrir að velja á milli tveggja blokka á Norður-Atlantshafi: Bandaríkjanna og Evrópusambandsins-Rússlands. Við höfum reynslu af Bandaríkjunum, þau hersátu Ísland, samkvæmt samningi, í 65 ár án teljandi vandræða fyrir fullveldi okkar og sjálfsstjórn. Reynsla okkar af Evrópusambandinu er miklu verri. Í 25 ár reynir ESB í gegnum EES-samninginn að knýja okkur í þjóðargjaldþrot, Icesave-áþjánin, og hirða af okkur fullveldið í orkumálum, með orkupakkanum.

Við ættum ekki undir neinum kringumstæðum að tengjast Evrópusambandinu nánari böndum um þessar mundir. Íslendingar eiga að bíða og sjá hversu fram vindur á Norður-Atlantshafi og vinna tíma. Næstu stórtíðindi eru úrlausn Brexit, sem alls ekki eru fyrirséð. Járnhörð valdalögmál segja að fjarlægist Bretland Evrópu mun nágranninn í austri, Rússland, sjálfkrafa auka áhrif sín á meginlandinu.

Orkupakkinn á þess vegna ekki að vera á dagskrá. Við eigum skilyrðislaust að hafna frekari bindingu við ESB. 


mbl.is Utanríkismálanefnd fundar um orkupakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir eiga Grænland vegna Íslendinga

Grænland byggðist af Íslendingum á tíundu öld. Útþensla norska konungsríkisins um miðja 13. öld, á dögum Hákonar gamla, leiddi til þess að bæði Ísland og Grænland urðu hluti Noregsveldis.

Noregur hrundi á 14. öld og gekk undir dönsku krúnuna. Ísland, Grænland og Færeyjar fylgdu í kaupbæti. 

Það liggur í hlutarins eðli að Ísland fái prósentur af sölu Grænlands til Bandaríkjanna, - verði af kaupunum.


mbl.is Trump sagður íhuga að kaupa Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband