Djúpfalsanir, týnd sannfæring og horfið sakleysi

Við óttumst stöðugt að verið sé að ljúga að okkur. Offramboð er af upplýsingum sem erfitt er að henda reiður á, hvað þá að fá staðfestar. Eins og það sé ekki nógu slæmt er sannfæring er stóð á gömlum merg horfin út í buskann.

Fyrir skemmstu var lífið einfaldara. Hægrimenn fengu sinn skammt af upplýsingum í blaði allra landsmanna er studdi þeirra sannfæringu. Vinstrimenn völdu á milli Þjóðviljans og Alþýðublaðsins, a.m.k. áður en það rúmaðist í eldspýtustokki. Bændur og búalið áttu athvarf í Tímanum.

Nú er Snorrabúð stekkur. Fréttir berast okkur eins og linnulaus skothríð sem skeikul sannfæring ræður ekki við.

Djúpfölsun rekur smiðshöggið á djúpveruleika týndrar sannfæringar og horfins sakleysis.


mbl.is Djúpfalsað myndskeið flýgur víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: Gulli er okkar maður

RÚV, áróðursmiðstöð vinstrimanna, tekur Gulla utanríkis upp á sína arma. Fyrsta frétt í aðalfréttatíma í gærkvöldi tók undir ásakanir ráðherrans að Norðmenn stýrðu andófinu gegn orkupakkanum á Íslandi. Fréttin var endurtekning dagsgamallar fréttar í þágu sama málstaðar.

Er Gulli orðinn ESB-sinni? spyr formaður Nei til EU í viðtengdri frétt mbl.is

RÚV telur svo vera og fagnar sinnaskiptum ráðherrans með falsfréttum til að styrkja gjörtapaða vígstöðu í orkupakkamálinu.

 


mbl.is Segir Guðlaug Þór skorta rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband