Húsfyllir gegn orkupakka, Bjarni og forystan neita að hlusta

Sjálfstæðismenn fylltu Valhöll í von um að Bjarni formaður og forystan sæi að sér í stuðningi við orkupakka ESB. Fylgi flokksins er komið niður fyrir 20 prósent og orkupakkasinnar með gjörtapaða stöðu í umræðunni.

En, nei, Bjarni formaður situr við sinn keip og styður orkupakkann. 

Bjarna og forystunni bráðliggur á að tapa fylgi með samfylkingarstefnu í Evrópumálum.

Merkilegt.


mbl.is Orkupakkinn takmarkað framsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, Þórdís, orkupakkinn klárast ekki í ágúst

Orkupakkinn snýst um yfirráð þjóðarinnar yfir raforkumálum. Virkjun, vinnsla og dreifing raforku er undir, þ.m.t. sæstrengur. Spurningin er hvort Íslendingar sjálfir ráði ferðinni eða hvort Evrópusambandinu verði veitt forræði í raforkumálum þjóðarinnar.

„Við klárum þetta mál í lok ágúst. Þá taka við önnur og mikilvægari mál um orkumálefni Íslendinga,“ segir Þórdís iðnaðar í samtali við RÚV.

Nei, Þórdís, orkupakkinn klárast ekki í ágúst. Málið er miklu stærra en svo að því ljúki með atkvæðagreiðslu á alþingi. Orkupakkinn er fullveldismál og verður á dagskrá næstu þingkosninga. Bæði Þórdís og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að hafa það hugfast.


Bloggfærslur 10. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband