Kata Jakobs kjánast á hálendinu

Jökullinn Ok var kvaddur á forsíðu Morgunblaðsins árið 1960, fyrir 59 árum. Þar segir m.a.

Myndin hér til hliðar sýnir vel hvernig komið er fyrir Okinu. Jökullinn hefur eyðst svo mjög að gígurinn er orðinn auður nema í botninum og er hann nú fyrir utan fönnina.

Kata Jakobs gerir sjálfan sig að kjána með því að fara að Ok árið 2019 og láta eins og heimsendir sé í nánd vegna jökuls sem hvarf af náttúrulegum ástæðum fyrir bráðum 60 árum. 

 


mbl.is Okjökull kvaddur með viðhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helga uppgötvar þjóðhyggju

Egill Helga álitsgjafi og umræðustjóri uppgötvar þjóðhyggju þegar nærri brauðstriti hans er hoggið með því að Reykjavíkurborg auglýsir á samfélagsmiðlum en ekki íslenskum fjölmiðlum. Egill skrifar

Æ stærri hluti af fjölmiðla- og menningarneyslu okkar fer fram í gegnum stóra alþjóðlega, fyrst og fremst bandaríska, auðhringi. Google, Facebook, Amazon, Netflix. Í raun er furðulegt hversu fáir andæfa þessu – það er eins og baráttan fyrir menningarlegu sjálfstæði þyki hallærisleg.

Á liðnu hausti þóttist Egill ekkert skilja þjóðhyggju, við værum hvort eð er svo alþjóðleg og sæl í neyslunni á öllu útlendu.

Þjóðhyggja er að búa að sínu. Andstaðan við orkupakkann er þjóðhyggja; við viljum stjórna náttúruauðlindum okkar á íslenskum forsendum. Að tala íslensku er þjóðhyggja og sömuleiðis að halda úti menningarstarfsemi eins og fjölmiðlum á eigin tungu.

Þjóðhyggja er, þegar öllu er á botninn hvolft, sú afstaða að íslenskt samfélag, saga og menning er heimili okkar sem ekki er falt á alþjóðlegum markaði.  

Skilningsljósið kviknaði loks hjá Agli þegar það rann upp fyrir honum að alþjóðavæðingin, sem hann annars mærir dag inn og dag út, gerir íslenska fjölmiðla fullkomlega óþarfa.Það liggur í hlutarins eðli að í alþjóðavæddum heimi eru íslenskir fjölmiðlar eins og krækiber í helvíti.

Þjóðhyggja er aðeins hallærisleg í huga þeirra sem haldnir eru sjálfsfyrirlitningu á þjóð sinni og menningu.


Bloggfærslur 18. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband