Fyrir hverja starfa Bjarni, Gulli og Þórdís?

Orkupakkinn er þýðingarlaust mál fyrir Ísland, segir Gulli utanríkis á alþingi. Við fáum undaþágu frá sumum þáttum orkupakkans, þeim er varða jarðgas, en ríkisstjórnin harðneitar að sækja um undanþágu frá rafmangshluta orkupakkans. Sem þó er þýðingarlaus, samkvæmt þeim ráðherra er leggur málið fram á alþingi.

Bjarni formaður segir okkur að hætta að tala um orkupakkann. Þórdís iðnaðar klifar á því sama. Þannig talar fólk sem hefur málað sig út í horn, er málefnalega rökþrota.

Fjöldahreyfing er í landinu gegn orkupakkanum, fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum og það er uppreisn í flokknum gegn forystunni.

Tímabært er að spyrja fyrir hverja forysta Sjálfstæðisflokksins starfar. Fjórir hagsmunaðilar koma helst til greina:

a. Norska ríkisstjórnin, sem á í erfiðleikum að sannfæra norsku þjóðina um skynsemi orkupakkans. Ef Ísland fengi undanþágu yrði spurt þar ytra hvers vegna Ísland en ekki Noregur?

b. Evrópusambandið, sem fengi ódýra orku frá Íslandi og Noregi.

c. Auðmenn, sem hyggjast fjárfesta í sæstreng.

d. Orkuelítan á Íslandi, sem vill fá meira fjármagn inn í geirann. Það veit á meiri umsvif í virkjunum, dreifingu og eftirliti. Meiri umsvif þýða aftur hærri laun og fleiri stjórastöður.

Forysta Sjálfstæðisflokksins starfar ekki í almannaþágu, svo mikið er víst. Í orkupakkanum gengur forysta flokksins í takt við framandi hagsmuni og leiðin liggur fram af bjargbrúninni. Verkefnið er að sjá til þess að forystan fari ein fram af brúninni en taki ekki þjóðina með sér.

 

 


Bloggfærslur 11. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband