Þöggun: orkupakkinn þolir ekki umræðu

RÚV, auðvitað, gekk í lið með talsmönnum 3. orkupakkans og gerði að fyrstu frétt kröfu um þöggun á umræðu. Samkvæmt RÚV er hættulegt að kunnáttumenn eins og Arnar Þór Jónsson fjalli um ,,viðkvæmt" mál á borð við orkupakkann.

Hvað er ,,viðkvæmt" í orkupakkaumræðunni? Jú, ESB-sinnar og forysta Sjálfstæðisflokksins sitja uppi með gjörtapaða stöðu.

Annar kunnáttumaður á sviði laga skrifaði undir nafnleynd, líklega vegna hættu á pólitísku einelti, pistil á heimasíðu Ögmundar Jónassonar. Þar er m.a. vakin athygli á þeirri mótsögn orkupakkasinna að þeir ætla samtímis að innleiða lög og reglur ESB um samtengingu orkukerfa - út á það gengur orkupakkinn - en jafnframt þykjast koma í veg fyrir lagningu sæstrengs.

Einfaldasta og öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir sæstreng er að hafna 3. orkupakkanum. Það má bara ekki segja það upphátt. Sannleikurinn er ,,viðkvæmur".


Bloggfærslur 5. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband