Dómari: tjáningarfrelsið má takmarka ef upplifun er vond

Héraðsdómur segir ótvírætt að uppsögn Kristins Sigurjónssonar hafi

í reynd falið í sér takmörkun á tjáningarfrelsi hans. Kemur þá til skoðunar hvort sú takmörkun hafi engu að síður verið heimil, enda er tjáningarfrelsið ekki algilt

Síðan segir dómarinn að Kristinn hafi kveðið fast að orði og nefnir dæmi um það:

Orðfærið er á köflum gróft, sbr. orðalagið að „troða sér“, „eyðileggja“ og „kerlingar“. Verður ekki í efa dregið að ummælin h afi verið til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á aðra, t.d. samstarfsfólk stefnanda og nemendur háskólans.

Fæstir sem tala íslensku myndu telja tilfærð dæmi gróft orðbragð, þótt ekki sé kurteist að segja konur kerlingar.

Svo kemur þessi snilldarlega rökfærsla dómarans:

Samkvæmt framanrituðu stefndi sú takmörkun á tjáningarfrelsi stefnanda sem fólst í uppsögn hans að lögmætu markmiði, þ.e. að verndun réttinda annarra, þar á meðal samstarfsfólks stefnanda og nemenda háskólans, til að upplifa að háskólinn starfaði í reynd eftir gildum jafnréttis. (undirstrikun pv)

Í héraðsdómi Reykjavíkur er tjáningarfrelsið ekki merkilegra en svo að sjálfsagt er að reka fólk úr starfi ef það tjáir sig þannig að einhver fái vonda ,,upplifun."

Þessi dómur er bein árás á tjáningarfrelsið.

 

 

 

mbl.is Kristinn mun áfrýja til Landsréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalismi féflettir aldraða fasteignakaupendur

,,Óhagnaðardrifinn" fasteignamarkaður er kjörorð sósíalista á Fróni síðustu árin. Ástæðan er að vegna húsnæðisskorts eftir hrun hækkaði fasteignaverð úr hófi. Félag eldri borgara í Reykjavík reyndi ,,óhagnaðardrifna" byggingu blokkar og kemur nú með bakreikninga, að sögn vegna óvænts kostnaðar. 

„Það er mis­skiln­ing­ur að það sé ein­hver kostnaðar­auki. Kostnaður­inn hef­ur alltaf legið fyr­ir en það sem þeir gera er að van­reikna verðmætið. Þeir reikna of lágt verð frá upp­hafi þar sem þetta er óhagnaðardrifið hjá þeim,“ seg­ir í svari MótX.

Sósíalismi er kostnaðaraukinn. Og það ætti ekki að koma á óvart. ,,Óhagnaðardrifið" samfélag var reynt í Sovétríkjunum sálugu og í Venesúela um þessar mundir.

Sósíalismi þýðir sjálfkrafa kostnaðarauka. Deilan snýst alltaf um hver eigi að bera kostnaðaraukann.


mbl.is Verktakinn aldrei lent í öðru eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris, Trump, Sesar og frásagnarvald

Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, náði stjórn á frásögninni af Brexit og er þess vegna með betri vígstöðu en forveri sinn, May bjargarlausa.

New York Times breytti fyrirsögn á forsíðufrétt þar sem hún þótti styðja frásögn Trump um hatursglæpi. Þorri stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna hatast við Trump og berst við hann um yfirráðin yfir frásögninni. Forsetinn mátti ekki fá stuðning við sína útgáfu á forsíðu óvinarins.

Það er ekki nýtt að frásögnin býr til stórmenni er valda straumhvörfum. Á fyrstu öld fyrir Krist varð Júlíus Sesar alvaldur í Róm á grunni frásagna af stórsigrum hans yfir Göllum sem byggðu núverandi Frakkland og Belgíu. Sesar skrifaði sjálfur um hetjuverk sín í þriðju persónu og sendi til Rómar. Eftir fall Sesars leið lýðveldið undir lok.

Við skiljum heiminn með frásögn. Sá sem ræður frásögninni stjórnar því hvernig við skiljum menn og málefni. Frásögn er vald.

Á Íslandi er RÚV vinstrimönnum heilagt. Ekki vegna þess að þar starfi svo frábærir fagmenn er finna fréttir sem enginn annar getur. Heldur af hinu að RÚV leggur línurnar um frásögnina, raðar upp fréttum til að leiða áheyrendur inn í frásagnarheim vinstrimanna.

Vandinn hjá RÚV og vinstrimönnum er að síðan Birgitta var og hét vantar þá persónu til að hengja á frásögnina. Allar frásagnir þurfa persónur; litlu gulu hænuna, Bjart í Sumarhúsum, Gunnar á Hlíðarenda.

En, vitanlega, það er þrautin þyngri að smíða stórsögu um persónur í íslenska nálægðarsamfélaginu. Frásögnin hér heima hlýtur alltaf að vera svolítið nær veruleikanum en stórsögurnar um Bóris bjarta, Trump djarfa og Sesar goðumlíka. 

 


Bloggfærslur 7. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband