Brynjar útskýrir uppgjöf Sjálfstæðisflokksins

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins svaraði fyrirspurn á fésbók með þessum orðum:

ESB myndi aldrei gera samning við smáríki með þessum hætti í dag. Þegar EES amningurinn var gerður á sinum tíma voru EFTA löndin sjö(Austurtíki, Sviss, Svíþjóð og Finnland) og ESB löndin 15. Þau vilja þeessi lönd inn í ESB og finnst óþægilegt þetta flókna samstarf. Þau munu nýta sér að slíta þessu við fursta tækifæri. Ég vil ekki að Ísland afhendi þeim tækifærið.

Viðhorf Brynjars skýrir algera uppgjöf Sjálfstæðisflokksins á fullveldi íslensku þjóðarinnar. Brynjar lítur svo á að EES-samningurinn sé forsenda byggðar á Íslandi.

Tilfellið er að Ísland var velmegunarþjóð fyrir EES-samninginn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Einnig að EES-samningurinn er upphaflega gerður sem aðlögunarsamningur fyrir væntanlegar ESB-þjóðir. 

EES-samningurinn er hægt en örugglega að gera Ísland að hjálendu Evrópusambandsins. Brynjari og þingflokki Sjálfstæðisflokksins finnst það harla gott.

 


Ísland í endurmati Bandaríkjanna og Bretlands

Bandaríkin og ESB gerðu stórkostleg mistök að úthýsa Rússlandi og þvinga þá í faðm Kínverja. Þetta var verk frjálslyndra vinstrimanna, Obama, Clinton og ESB-tæknikrata. Trump vill Rússa aftur í samfélag þjóðanna. Macron Frakklandsforseti viðurkennir mistök ESB í samskiptum við Rússa.

Rússar einir gera engan óskunda á norðurslóðum, þeir eru ekki nógu öflugir. Aftur gætu þeir í samvinnu við Kínverja orðið til vandræða. En Rússar og Kínverjar eru ekki náttúrulegir bandamenn og ekki líklegt að þýða í samskiptum þeirra leiði til bandalags.

Bandaríkin nota hættu af Rússum og Kínverjum á norðurslóðum til að auðvelda sér endurkomu á Íslandi. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 til að berjast í Afganistan, Írak og víðar í nafni frjálslyndis. Það voru enn stærri mistök en að setja Rússa út í kuldann. 

Samfelld hörmungarsaga ,,frjálslyndrar" utanríkisstefnu Bandaríkjanna síðustu 30 ár er í endurmati. Meðal þeirra hugmynda sem nú eru ræddar er að draga stórlega úr vígbúnaði Bandaríkjanna í Evrópu og færa varnarlínuna yfir á Atlantshaf. Á dögum kalda stríðsins var þessi víglína kölluð GIUK-hliðið, Grænland, Ísland og Bretland. 

Pólitík í Evrópu, úrsögn Breta úr ESB, gæti flýtt fyrir þessari þróun. Bretland vill tengjast Bandaríkjunum nánari böndum. Norðurslóðir sem engilsaxneskt áhrifasvæði kæmi til álita.

Eftir úrsögn Bretlands munu Bretar í öllu falli setja í forgang að tempra áhrif ESB á norðurslóðum. Þeim mun finnast nóg um að glíma við ESB á meginlandinu.

Á meðan þessari atburðarás vindur fram keppast allir flokkar á alþingi, nema Miðflokkurinn, að binda trúss sitt við Evrópusambandið. Blessuð börnin á Austurvelli eru slíkir heimalningar að þau halda að útlönd séu gotterískall með belgískt súkkulaði. Og stíga áköf upp í bílinn í von um meira sælgæti óminnug viðvörunarorða fullorðna fólksins.


mbl.is Hyggst ræða „áhlaup“ Kínverja og Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband