Hér er sæstrengurinn, Áslaug

Áslaug Arna, formaður þingflokks í útrýmingarhættu, spurði á nefndarfundi hvar sæstreng sæi stað í orkupakkanum. Eins og allir vita, nema ólæsi þingflokkurinn, jafngildir samþykkt orkupakkans aðild að orkusambandi Evrópu.

Orkusamband ESB er með þríþætta aðgerðaáætlun sem forgangsmál er að hrinda í framkvæmd, segir á heimasíðu ESB. Einn af þessu þrem þáttum er svohljóðandi í íslenskri þýðingu:

Aðstoð að koma rafmagni yfir landamæri. Fjárfestingar í innviðum sem tengja lönd mun leyfa flæði orku, auka öryggi, draga úr áhrifum innflutnings og undirbúa raforkukerfi fyrir endurnýjanlega orku.

Aðgerðaáætlun ESB fylgir bæði fjármagn og einbeittur pólitískur vilji. Áslaug og ólæsi þingflokkurinn geta ekki lengur neitað yfirvofandi sæstreng, Ef svo illa skyldi fara að orkupakkinn verði samþykktur.

 


mbl.is Fyrirvararnir verða að vera festir í lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænlandsbrandarinn og flótti Kötu Jakobs

Grænlandsbrandarinn er upp á Dani. Það er hlægilegt að smáríki eins og Danmörk, sem fyrir sögulega tilviljun eignast stærstu eyju jarðarkringlunnar, komist upp með eignarhaldið. Annar brandari, einnig á kostnað Dana, er að Grænland yfirgaf ríkjasambandið sem Danmörk tilheyrir, þ.e. Evrópusambandið. Danir eru búnir að missa Grænland, þótt ekki hafi það verið formlega staðfest.

Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er tvíþættur. Eyjan situr á eftirsóknarverðum náttúruauðlindum, samanber áhuga Kínverja. Í öðru lagi er Grænland hernaðarlega mikilvægt. Endurmat stendur yfir á hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Stefnan sem mörkuð var eftir lok kalda stríðsins rennur sitt skeið, enda mistök ofan á mistök; Afganistan, Írak, Sýrland og Úkraína. Talsmenn raunsæis eru komnir með frumkvæðið en frjálslyndir hugmyndafræðingar um alþjóðaríkið undir forsæti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru á flótta.

Talandi um flótta. Katrín Jakobsdóttir forsætis þjónar hagsmunum Íslendinga illa með því að flýja land þegar varaforseti Bandaríkjanna heimsækir okkar. Dapurlegt er að innanflokksátök í Vinstri grænum skuli leiða til þess að forsætisráðherra sniðgangi næst æðsta fulltrúa Bandaríkjanna. 

Ef Kata Jakobs ætlar að vera forsætis öllu lengur þarf hún að átta sig á að athöfn í þágu glópahlýnunar með merkikertum á hálendi Íslands er ekki þjónusta í almannaþágu. Pólitískt raunsæi kallar á betra skynbragð á veruleikann en Kata Jakobs sýnir undanfarið, jafn ágæt manneskja og viðfeldinn stjórnmálamaður og hún annars er. 


mbl.is Staðfestir áhuga sinn á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almannatenglar selja aðgang að stjórnmálamönnum og fjölmiðlum

Fyrirtæki og einstaklingar kaupa almannatengla, sem eru með bakgrunn í pólitík og fjölmiðlum, til að fá aðgang að stjórnmálamönnum og ,,rétta" umfjöllun í fjölmiðlum.

Almannatengill, stundum kallaður lygari til leigu, selur þjónustu sína hagsmunaaðilum í skjóli leyndar. Engar reglur eru um hagsmunaskráningu almannatengla sem komast upp með valsa um víðan völl, t.d. í fjölmiðlum, án þess að gefa upp hver keypti þá.

Löngu tímabært er að stjórnsýslan setji skýrar reglur um samskipti við almannatengla.


mbl.is Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband