Miðflokkurinn hlýtur að tala eftir upplýsingum

Meirihluti alþingis ætlar að samþykkja orkupakka þrjú án þess að fyrir liggi hvað komi í pakka fjögur. 

Þriðji orkupakkinn var samþykktur af Evrópusambandinu fyrir tíu árum, 2009. Síðan hafa mál þróast í átt að aukinni miðstýringu raforkumála.

Það verður að upplýsa þjóðina hvert stefnir með fullveli hennar í orkumálum.

Almenningur treystir á að Miðflokkurinn tali áfram á alþingi og knýi á um vandaða málsmeðferð.


mbl.is Skýrslugerð um fjórða pakkann hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

XD-söfnun í þágu þjóðarhagsmuna

Almennir sjálfstæðismenn standa fyrir undirskriftasöfnun til að knýja á um lýðræðislega kosningu innan flokksins um afstöðuna til 3. orkupakkans.

Orkupakkkinn felur í sér framsal á fullveldi þjóðarinnar í orkumálum. Evrópusambandið fær ítök í ákvörðunum um virkjanir hér á landi. Orkupakkinn leggur grunn að sæstreng milli Íslands og Evrópu er fæli í sér stórfellda hækkun á orkureikningum íslenskra heimila og fyrirtækja.

Undirskriftarsöfnunin er rafræn. Slóðin er xd5000.is 


mbl.is Fengið mikil og góð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband