Katrín, Björn Leví og x-ið í ójöfnuðinum

Bil milli hæstu og lægstu launa er einn mælikvarði á jöfnuð. Annar mælikvarði er fjármagnstekjur, t.d. af verðbréfum og fasteignum. Að frádregnum skatti mynda þessir liðir ráðstöfunartekjur.

Katrín forsætis og Björn Leví þingmaður deila um efnahagslegan jöfnuð á árabilinu 1991 til 2018, sem er um hálf starfsævi flestra Íslendinga.

Sá sem hóf störf árið 1991 og var forsjáll í fjármálum á meiri eignir en óreiðumaður sem byrjaði starfsævina á sama tíma þótt báðir hafi verið á sömu launum í 27 ár. Við þetta myndast mældur ójöfnuður.

Hvorki er ástæða til að gráta slíkan ójöfnuð né ætti ríkisvaldið að grípa í taumana. Mannlífið býr til náttúrulegan ójöfnuð, einfaldlega með því að fólk er ólíkt. Ríkið getur séð til þess að allir fái jöfn tækifæri en aldrei ætti ríkið að tryggja jafna útkomu. Það væri kúgun.


mbl.is „Dapurlegur málflutningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frosti um ferðahvata opinberra starfsmanna

Opinberir starfsmenn safna sér vildarpunktum, þ.e. afsláttarkjörum, þegar þeir ferðast á kostnað ríkisins. Afsláttinn nýta þeir fyrir sig og fjölskylduna.

Þetta þýðir að innbyggður hvati er fyrir ríkisstarfsmenn að ferðast til útlanda. Til viðbótar koma dagpeningar sem reglulega eru dulin launauppbót.

Rétt af Frosta að vekja athygli á þessum agnúa á fyrirkomulagi ferðalaga opinberra starfsmanna.


mbl.is Fór aldrei til útlanda á kostnað þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samherjamál verður Stjánakreisting

,,Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata og formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, seg­ir fund­inn hafa verið upp­lýs­andi og að hann hafi „kreist all­an þann ágrein­ing“ sem er á milli henn­ar og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra."

Ofanritað er tilvitnun í viðtengda frétt.

Spurning hvort RÚV stökkvi ekki til og geri fréttaskýringu um Stjánakreistingu. 


mbl.is Til góðs að ræða hæfi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi: Íslendingar og útlendingar

Atvinnuleysi meðal háskólamanna hefur um langa hríð verið meira en almennt gengur og gerist. Formaður BHM hvatti til aðgerða í þágu atvinnulausra háskólamanna fyrir tveim árum.

Almennt atvinnuleysi jókst á síðasta ári í kjölfar samdráttar í ferðaþjónustu.

Háskólamenn eru yfirgnæfandi Íslendingar. Í ferðaþjónustu og byggingariðnaði eru útlendingar stórt hlutfall starfsmanna, sem ýmist eru búsettir hér á landi eða farandverkafólk.

Ríkið getur illa farið út í atvinnusköpun í stórum stíl. Það er ekki hlutverk ríkisins að búa til störf, atvinnulífið á að sjá um það. Enn síður er það hlutverk ríkisins að sjá farandverkafólki fyrir atvinnu.


mbl.is Bíða og sjá hvernig atvinnuleysi þróast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretland blómstrar eftir Brexit

Stórfyrirtæki eins og Facebook veðja á Bretland eftir úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Á evru-svæðinu ríkir samdráttur og ráðleysi.

Eftir Brexit eru Bretar í stakk búnir að skapa efnahagsumhverfi sem þjónar breskum hagsmunum.

Heimsendaspámenn úr röðum ESB-sinna spáðu eymd og volæði á Bretlandseyjum eftir úrsögn úr ESB. En allar líkur eru á að reyndin verði þveröfug, að Bretland taki hagvaxtarkipp með Brexit.


mbl.is Facebook fjölgar starfsfólki um fjórðung í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfi að hækka laun opinberra starfsmanna

Ríkið og stéttafélög opinberra starfsmanna eru sammála um að óþarfi sé að hækka launin. Engin yfirlýsing er gefin út um málið. Látið er nægja að semja ekki.

Lífskjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru augljós fyrirmynd fyrir opinbera starfsmenn en einir 40 fundir hafa ekki leitt það í ljós.

Á meðan svífur það viðhorf yfir vötnum að laun opinberra starfsmanna þurfa ekki að hækka til samræmis við launahækkanir á almennum markaði.


mbl.is SA riðu á vaðið með skammtímasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking vill kalt Ísland

Formaður Samfylkingar segir ,,hlýn­un jarðar vera stærsta málið sem heim­ur­inn stæði frammi fyr­ir..."

Ekki fyrir Ísland. Óskandi væri að hér yrði jafn hlýtt og á landnámsöld. Jöklarnir voru smærri og búsældarlegra var á Fróni.

Á litlu ísöld, 1300 til 1900, varð þjóðin nærri úti í kulda og vosbúð. 

Samfylkingu líður ekki vel nema í hörmungum.


mbl.is Tími á stjórn án Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir fjármagnaðar af ríkinu, nei takk

Peningar frá ríkinu sem fjármagna fréttaflutning stórspilla eðlilegu fjölmiðlaumhverfi. RÚV er lifandi sönnun þess að ríkisfréttir eru hlutdrægar og pólitískar.

Fjölmiðlar eiga að búa við agavald lesenda/áhorfenda/hlustenda en ekki örlæti ríkisins.

Lilja ráðherra menntamála ætti að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið og afleggja RÚV að hluta eða öllu leyti. 


mbl.is Lítill stuðningur við fjölmiðlafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES hentar ekki Íslandi

Þriðji orkupakkinn eykur miðstýringu Evrópusambandsins í raforkumálum. Hækkuð innistæðutrygging bankareikninga miðast við stóra banka sem aldrei munu starfa á Íslandi, nema sem útibú frá evrópskum bönkum.

EES-samningurinn leiðir í íslensk lög ákvæði sem alls ekki henta íslenskum aðstæðum.

Af þessu leiðir ætti Ísland að hefja undirbúning að uppsögn EES-samningsins.


mbl.is Snýst um kjarna Icesave-deilunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vistmorð, maður og náttúra

Vistmorð kemur fyrir í meðfylgjandi frétt í þessu samhengi:

þrot­lausr­ar bar­áttu henn­ar gegn vist­morði (e. ecocide) í heim­in­um, en Ca­banes hef­ur bar­ist öt­ul­lega fyr­ir því að Alþjóðaglæpa­dóm­stóll­inn (In­ternati­onal Crim­inal Court, ICC) viður­kenni vist­morð sem raun­veru­legt og refsi­vert af­brot.

Maðurinn, sem tegund, getur unnið óbætanlegt tjón á náttúrunni og það er glæpsamlegt, eru skilaboðin.

Áhugavert sjónarhorn.

Maðurinn er hluti af náttúrunni. Hann stritast við að skilja hana samtímis sem hann nýtir sér hana til að bæta lífskjör sín. Sumir telja manninn hafa gengið alltof langt í að afla sér gæða frá náttúrunni.

Gefum okkur, umræðunnar vegna, að það sé rétt og maðurinn sannfærist um að nú sé nóg komið hætti skipulega að nýta sér náttúrugæði. (Látum liggja á milli hluta hvort það sé hægt).

Tvennt myndi gerast jafn örugglega og nótt fylgir degi. Í fyrsta lagi yrði maðurinn að koma sér upp alheimsríki til að skipuleggja líf sitt á jörðinni. 

Í öðru lagi, og það skiptir meira máli, þá myndi jörðin, náttúran, halda áfram að breytast, jafnvel þótt maðurinn kæmi hvergi nærri. Eldgos og aðrir náttúruferlar hafa reglulega umbreytt jörðinni frá því hún varð til fyrir eitthvað 4,5 milljörðum ára. Maðurinn sem tegund er ekki nema um 200 þúsund ára.

Hugmyndin um vistmorð felur í sér að maðurinn geti sótt náttúruna til saka fyrir vistmorð. Sem er ónáttúrulegt.


mbl.is Þau sem andrúmsloftið erfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband