Brexit - lærdómur fyrir Ísland

Bretar þurftu tæp 4 ár að losna úr Evrópusambandinu. Í þessi 4 ár var samfelld stjórnarkreppa í Bretlandi sem ESB gerði sitt ítrasta til að viðhalda. Tvennar þingkosningar á 4 árum snerust aðeins um Brexit.

Breska þjóðin kaus að fara úr ESB sumarið 2016. Ef ESB hefði virt vilja bresku þjóðarinnar hefðu Bretar losnað úr sambandinu á einu og hálfu ári.

Lærdómurinn fyrir Ísland er sá að ef erlent ríki eða ríkjabandalag nær tangarhaldi á samfélagi okkar er voðinn vís. Sú hætta er fyrir hendi að EES-samningurinn verði nýttur til að knýja Íslendinga til að ganga í takt við Brussel, samanber 3. orkupakkinn. Það má ekki gerast.


mbl.is Samningurinn samþykktur í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun orðin of há á Íslandi

Ósjálfbær hækkun launa leiðir til allsherjarlækkunar með því að krónan fellur. Gengisfelling leiðir til verðbólgu sem étur upp krónutöluhækkun launa.

Hófsemi í launahækkunum skilar sér í stöðugleika, óhóf veldur óreiðu.

Verkefni næstu missera og ára er að koma í veg fyrir óreiðu.


mbl.is Mun meiri hækkun á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband