ESB-sinnar kaupa könnun hjá Maskínu

ESB-sinnar kaupa skoðanakönnun hjá Maskínu sem nú stendur yfir. Óvíst er hvaða samtök ESB-sinna eru að verki (Samfylking, Viðreisn, Samtök iðnaðarins e.t.v.) en fyrri spurningin af tveim er svo ósvífin og ófagleg að engum blöðum er um það að fletta að hér er áróðursspurning á ferðinni. Spurningin hljómar svona:

Sp. 1. Telur þú að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB eða telur þú að Ísland gæti ekki náð hagstæðum samningi?


Gæti náð hagstæðum samningi


Gæti EKKI náð hagstæðum samningi

Ósvífnin og ófaglegheitin liggja í orðalaginu ,,hagstæðum samningi við ESB". Samning um hvað, má spyrja. Samning um undanþágur frá EES-ákvæðum? Samning um uppsögn EES og fríverslunarsamning við ESB? Eða samning um aðild að ESB?

Sá sem svarar spurningunni veit ekki við hvers konar samning er verið að spyrja um. Spurningin er ómarktæk og svörin að engu hafandi.

Seinni spurningin uppfyllir eðlilegar kröfur um fagleg vinnubrögð. Hún er svohljóðandi:

Sp. 2. Ertu hlynn(tur) eða andvíg(ur) inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB)?
Mjög hlynnt(ur)
Fremur hlynnt(ur)
Í meðallagi
Fremur andvíg(ur)
Mjög andvíg(ur)

 

 


Loftslagsvá drap Neantertalsmanninn

Neandertalsmaðurinn dó út syðst í Evrópu eftir að loftslagsbreytingar hröktu hann frá nyrðri hluta álfunnar, segir tilgáta vísindamanna er BBC greinir frá.

Ólíkt tegundinni sem erfði jörðina, Homo Sapiens, reyndist Neantertalinn ekki aðlögunarhæfur, illa í stakk búinn að veiða sér smádýr til matar, eins og kanínur, þegar stærri bráð flúði loftslagsbreytingar.

Í hellum við Gíbraltar, syðst í Evrópu, eru menjar síðustu Neandertalsmanna. Engin heimild er þó fyrir því að þessi frumstæði ættingi okkar taldi loftslagsvá stafa af mannavöldum. Það þarf háskólagengna vitsmuni til að telja sér trú um slíka blekkingu. 


Bloggfærslur 30. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband