Katrín, Björn Leví og x-ið í ójöfnuðinum

Bil milli hæstu og lægstu launa er einn mælikvarði á jöfnuð. Annar mælikvarði er fjármagnstekjur, t.d. af verðbréfum og fasteignum. Að frádregnum skatti mynda þessir liðir ráðstöfunartekjur.

Katrín forsætis og Björn Leví þingmaður deila um efnahagslegan jöfnuð á árabilinu 1991 til 2018, sem er um hálf starfsævi flestra Íslendinga.

Sá sem hóf störf árið 1991 og var forsjáll í fjármálum á meiri eignir en óreiðumaður sem byrjaði starfsævina á sama tíma þótt báðir hafi verið á sömu launum í 27 ár. Við þetta myndast mældur ójöfnuður.

Hvorki er ástæða til að gráta slíkan ójöfnuð né ætti ríkisvaldið að grípa í taumana. Mannlífið býr til náttúrulegan ójöfnuð, einfaldlega með því að fólk er ólíkt. Ríkið getur séð til þess að allir fái jöfn tækifæri en aldrei ætti ríkið að tryggja jafna útkomu. Það væri kúgun.


mbl.is „Dapurlegur málflutningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband