Frjálslynda heimsvaldastefnan og Trump bjargvættur

Bandaríkin stjórnuðu Írak eftir innrásina 2003 og fall Hussein. Í dag er bandaríska sendiráðið í höfuðborg Íraks í umsátri öskrandi múslíma. Hvaða skelfilegu mistök leiddu til niðurlægingarinnar?

Yfirborðsskýringin er að Bandaríkin gerðu árás á sveitir hliðhollar Íran með bækistöðvar í Írak. Tilefni árásar Bandaríkjanna er að þeir innfæddu drápu bandarískan verktaka. Jerusalem Post útskýrir samhengi hefndaraðgerðanna.

Í stærra samhenginu er staða Bandaríkjanna í Írak og miðausturlöndum almennt mistök frjálslyndra á síðasta áratug. Innrásina 2003 má skrifa á reikning Bush forseta og herskárra kaldastríðshauka. Brotthvarf bandaríska hersins undir lok áratugarins var viðurkenning á óförunum. Í byrjun síðasta áratugar var borðið dekkað fyrir skynsama og raunsæja utanríkisstefnu er í grunninn leyfði múslíum í miðausturlöndum að finna lausn á eigin málum. 

Það gekk ekki eftir. Frjálslyndir, Obama, Clinton og kó, tileinkuðu sér herskáa stefnu um að breyta miðausturlöndum í vestræn fjölmenningarsamfélög. Arabíska vorið í byrjun áratugarins var tylliástæða. Gadaffi í Líbýu var steypt af stóli og efnt var til borgarastyrjaldar í Sýrlandi.

Trummp var kjörinn forseti 2016 til að stöðva illa ígrunduð hernaðarævintýri. Herskáir frjálslyndir gengu af göflunum, heimtuðu meira blóð og höfuð Trump á fati; hann væri hvort eð er ekki annað en smurður agent Pútín Kremlarbónda.

Kaldastríðsfrjálslyndið í Bandaríkjunum er útskýrt í málgangi íhaldssamra hægrimanna, American Conservative. Í gruninn trúir herskáa útgáfan af frjálslyndi að vestrænt samfélag sé sniðmát fyrir heimsbyggðina alla. Í stað þess að viðurkenna hreint út heimsvaldastefnuna klæða frjálslyndir hana í hugmyndafræði mannréttinda og yfirvofandi heimsendis vegna manngerðs veðurfars.

Mannréttindi koma ekki af himnum ofan. Þau verða til í samfélagi manna. Vestræn mannréttindi vaxa úr kristni, eins og Tom Holland sýnir fram á í nýrri bók, og byltingunum í Bandaríkjunum og Frakklandi á seinni hluta 18. aldar. Þessi mannréttindi eru framandi múslímum enda viðurkenna þeir þau ekki.

Trump er bjargvætturinn gegn heimsvaldastefnu frjálslyndra. Hann blés, koltvísýringi auðvitað, á glópahlýnun og boðaði endalok frjálslyndrar heimsvaldastefnu í miðausturlöndum.

Bandaríkin áttuðu sig á að stríðið í Víetnam var tapað 1968 þegar sendiráðið í Saigon varð fyrir árás. Sjö árum síðar lauk 25 ára sneypuför herveldisins til smáríkis í Suðaustur-Asíu. Barátta gegn heimskommúnisma var yfirvarpið sem kostaði milljónir mannslífa. Umsátrið um bandaríska sendiráðið í Bagdad í árslok 2019 fær kannski einhverja fleiri en Trump til að kveikja á perunni í Washington um að frjálslynda heimsvaldastefnan er ferð án fyrirheits.  


mbl.is Kennir Íran um árásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín og mótsögnin um manngert veðurfar

Íslendingar þekkja náttúruhamfarir. Eldgos, jarðskjálftar, hafís og harðindaár eru skráð í sögu okkar frá elstu tíð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi í áramótaávarpi aðventuóveðrið á nýliðnu ári og sagði:

Ellefu þúsund manns og 7500 heimili og fyrirtæki voru án rafmagns þegar verst lét. Hross og skepnur féllu, foktjón varð verulegt og við misstum ungan mann norður í Sölvadal – slíkt tjón verður aldrei bætt. Veðurofsinn hefur sýnt og sannað að tryggja þarf innviði um land allt betur en nú er og hafa stjórnvöld þegar hafið vinnu við að skipuleggja þær umbætur.

Hvergi minntist forsætisráðherra á loftslagsvá í tengslum við óveðrið á aðventunni. Enda hefði það verið kjánalegt. Veðurofsi á Íslandi er náttúrulegt fyrirbrigði frá landnámstíð.

En þegar Katrín ræðir veðurfar í öðrum heimshlutum kemur annað hljóð í strokkinn.

Um allan heim hefur krafan um aðgerðir gegn loftslagsvánni orðið háværari í ár. Neyð hefur skapast víða um heim vegna veðurfarsöfga; það eru hitabylgjur, þurrkar, flóð og gróðureldar.

Jæja, Katrín, veðrið í útlöndum er sem sagt manngert en Íslendingar búa við náttúrulegt veðurfar. Eða hvað?

Raunar má finna í ávarpi forsætisráðherra skýringu á þessari mótsögn. Katrín segir:

Þó að aðgengi að upplýsingum sé mikið, eru þær misáreiðanlegar og til eru flókin algrím sem stýra okkur á netinu og halda fólki stundum í eigin samfélagskima sem það heldur að sé samfélagið allt.

Þeir sem trúa á manngert veðurfar, þvert á alla reynslu sögunnar, eru í ,,eigin samfélagskima." Þessi kimi er pólitískur og trúarlegur, biskup Íslands nýjasta dæmið, en hefur mest lítið með náttúrulegan veruleika að gera.

 

 

 


mbl.is Ungt fólk stöðugt í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg ár

Tifallandi athugasemdir þakka liðið ár og óska lesendum árs og friðar.


Bloggfærslur 1. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband