Brexit er heimspeki, viðskipti - hvar stendur Ísland?

Fullveldi framar viðskiptum, segir Boris Johnson. Ritstjórnarhöfundur Telegraph ssgir valið standa á milli ólíkrar heimspeki. Miðstýrða meginlandsheimspeki í einn stað en breskt frjálsræði í annan.

Ísland er á klafa Evrópusambandsins með EES-samningnum, sem hægt en örugglega kæfir fullveldið.

Tímabært er að huga að flóttaleiðum.


mbl.is Fullveldið mikilvægara en tollalaus viðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling segir opinbera starfsmenn oflaunaða

Opinberir starfsmenn fá of há laun, segir í fréttatilkynningu Eflingar. Í gær stóðu opinberir starfsmenn fyrir baráttufundi, enda þorri þeirra ekki fengið endurnýjaða kjarasamninga.

Afstaða Eflingar gerir samningsstöðu opinberra starfsmanna erfiðari. Hvers vegna ættu ríki og sveitarfélög að semja um kauphækkun við launamenn sem þegar eru á of háum launum,- samkvæmt yfirveguðu áliti Eflingar?

Raunar er ,,yfirvegaða álitið" svolítið tortryggilegt með setningar eins og ,,Svo virðist sem þeir flokk­ar muni einnig taka pró­sentu­hækk­un­um um­fram Lífs­kjara­samn­ing­inn."

,,Svo virðist..." er ekki ýkja sannfærandi orðalag.

Blaut tuska á kjarabaráttu opinberra starfsmanna er sósíalismi í framkvæmd. Undir forystu Eflingar.


mbl.is Hækkanir langt umfram lífskjarasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband