Blaðamaður með æru

Hljóðritað samtal milli Reynis Traustasonar og blaðmanns DV geymir þessa gullmola:

Björgólf­ur Guðmunds­son á prent­smiðjuna. Og ég svo sem er ekk­ert nojaður yfir því. Ég bara berst við þann djöf­ul og hann mun, þú veist ... við mun­um taka hann niður og þá verður allt miklu heil­brigðara en það var.

og

Þú verður að at­huga að það eru svo marg­ir áhrifa­vald­ar á líf okk­ar. Björgólf­ur Guðmunds­son með ann­ars veg­ar veð í bréf­un­um og hins veg­ar prent­un á blaðinu. Á meðan hann er með ... eitt­hvert lífs­mark er með hon­um mun hann reyna að drepa okk­ur. En við höf­um svo sem pönk­ast á hon­um út í það óend­an­lega.

Tilefni samtalsins var að Reynir, þáverandi ritstjóri DV, drap frétt blaðamannsins vegna hótana um að blaðinu yrði lokað.

Tólf ár eru frá samtalinu. En það er sígilt dæmi um hvernig sómakær blaðamaður á EKKI að tala. Blaðamennska er ekki ,,taka menn niður" og heldur ekki ,,pönkast" á fólki ,,út í það óendanlega".

Þegar Reynir sakar aðra um ærumeiðingar er skörin komin upp í bekkinn.


mbl.is „Nokkuð persónulegt“ hjá Reyni og Vilhjálmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín, Björn Leví og x-ið í ójöfnuðinum

Bil milli hæstu og lægstu launa er einn mælikvarði á jöfnuð. Annar mælikvarði er fjármagnstekjur, t.d. af verðbréfum og fasteignum. Að frádregnum skatti mynda þessir liðir ráðstöfunartekjur.

Katrín forsætis og Björn Leví þingmaður deila um efnahagslegan jöfnuð á árabilinu 1991 til 2018, sem er um hálf starfsævi flestra Íslendinga.

Sá sem hóf störf árið 1991 og var forsjáll í fjármálum á meiri eignir en óreiðumaður sem byrjaði starfsævina á sama tíma þótt báðir hafi verið á sömu launum í 27 ár. Við þetta myndast mældur ójöfnuður.

Hvorki er ástæða til að gráta slíkan ójöfnuð né ætti ríkisvaldið að grípa í taumana. Mannlífið býr til náttúrulegan ójöfnuð, einfaldlega með því að fólk er ólíkt. Ríkið getur séð til þess að allir fái jöfn tækifæri en aldrei ætti ríkið að tryggja jafna útkomu. Það væri kúgun.


mbl.is „Dapurlegur málflutningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband