Guð biðst ekki afsökunar

Klerkarnir í Íran stjórna í umboði guðs, það liggur í hlutarins eðli. Handhafar guðlegs valds biðjast ekki afsökunar, hvort heldur þeir eru páfinn í Róm, einvaldskonungar í Evrópu eða klerkar í Íran. Nema, auðvitað þeir séu knúnir til að biðjast velvirðingar.

Vandinn er sá að þegar veraldlegir handhafar almættisins játa mistök grafa þeir undan eigin lögmæti. Játningin er jafnframt viðurkenning á breyskleika. Þeir sem þykjast útvaldir af forsjóninni eru breyskari en aðrir. Maður með umboð almættisins er skilgreiningin á mikilmennskubrjálæði.

Evrópskir einveldiskonungar voru á nýöld í sömu stöðu og klerkaveldið í Íran. Sumir voru skynsamir, eins og Friðrik 7. Danakonungur sem afsalaði sér einveldinu 1848, á meðan aðrir veittu viðnám og urðu höfuðlausir, Lúðvík 16. gleggsta dæmið.

Klerkunum í Íran og raunar múslímum öllum er nokkur vandi á höndum. Kostirnir eru í grunninn aðeins tveir. Í einn stað að halda gamla trú að almættið skipi fulltrúa sína að fara með veraldleg málefni. Í annan stað að læra af þeim kristnu og gera guð að einkamáli hvers og eins, er hafi aðeins táknræn áhrif á skipan mála samfélagsins.

Upphafsmaður íslam, Múhameð, bjó til trúna á sjöundu öld eftir Krist og nýtti sér fyrirmyndir úr kristni og gyðingdómi. Múslímum samtímans ætti ekki að vera vorkunn að gera það sama.

Guð litur með velþóknun á skynsemi.

 


mbl.is „Biðjist afsökunar, segið af ykkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsmorðsleiðangur Ragnars Þórs og VR

Verkalýðshreyfingin er félagslega dauð. Innan við tíu prósent félagsmanna taka þátt í stjórnarkjörum. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar liggur í lögum sem alþingi setur. Verkalýðshreyfingin einokar samninga við atvinnurekendur sem innheimta félagsgjöld frá launþegum í sjóði stéttafélaga.

Ef verkalýðshreyfingin verður pólitískur flokkur, líkt og Ragnar Þór formaður VR stefnir að, verður ekki unað við skylduaðild launþega og að atvinnurekendur innheimti félagsgjöld launþega. 

Verkalýðshreyfingin sem stjórnmálaflokkur kæmist aldrei upp með að nota sjóði launþega til að kaupa sér atkvæði. En það er eina ástæðan fyrir valdabrölti Ragnars Þórs og félaga.

Verkó er félagslega dauð en á ógrynni peninga vegna nauðungar launþega að tilheyra stéttafélagi. Um leið og stéttafélög yrðu pólitísk framboð brystu forsendur fyrir faglegu starfi þeirra. Lög um stjórnmálaflokka heimila ekki skylduaðild og atvinnurekendur innheimta ekki félagsgjöld pólitískra framboða.

Pólitískt framboð yrði einfaldlega banabiti verkalýðshreyfingarinnar.


Bloggfærslur 12. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband