Heimspeki í heimi óreiðu, Forn-Grikkir og samtíminn

BBC segir heimspekibækur njóta vaxandi hylli og spyr um ástæður. Eitt svar er að vestræn menning standi á flekaskilum líkt og sú forn-gríska á fjórðu öld fyrir Krist.

Ekki gott ef satt er. Aþena fórnaði sínum besta manni, heimspekingnum Sókratesi, og dæmdu hann til dauða. Lærisveinninn Platón varð afhuga lýðræði og boðaði sérfræðingaveldi heimspekinga.

Nemi Platóns, Aristóteles, varð kennari Alexanders sonar Filipusar af Makedóníu en þeir feðgar gengu af grísku borgríkjunum dauðum.

En kannski er öllu óhætt. Á sjóndeildarhring vestrænnar menningar samtímans eru ekki Sókrates, Platón eða Aristoteles heldur Tunberg, Kardashian auk Mehgan og Harry.


Björn Leví fær hrós

Ástæða er til að hrósa Birni Leví þingmanni Pírata fyrir að vekja máls á samskiptum þingmanna og hagaðila, sem oft eru kallaðir lobbíistar, og ganga erinda sérhagsmuna.

Þingmenn eiga að tileinka sér varkárni í samskiptum við hagaðila. 

Fyrir utan þingmennsku eru þingmenn æ oftar málshefjendur í opinberri umræðu, t.d. með virkni á samfélagsmiðlum. Það er því tvöföld ábyrgð á þingmönnum; þeir setja lög og fara með dagskrárvald í opinberri umræðu.


Læknar hóta, Helga Vala boðar stórslys

Helbrigðisstarfsfólk hótar reglulega lífi og limum almennings ef ekki verður farið að kröfum þeirra um hærra kaup og betri aðstöðu. Hótanir bíta enda fólki fremur annt um heilsuna.

Helga Vala þingmaður Samfylkingar bætir um betur og leggur drög að mannskæðu rútuslysi. Vinstrimenn þurfa alltaf að toppa umræðuna, eins manns dauði verður fjöldamorð í vinstriumræðunni.

Móðursýki er ekki heilbrigði heldur sjúklegt ástand vegna skerts veruleikaskyns.

Belging í heilbrigðisstéttum og dómgreindarlausum Helgum Völum á að láta sem vind um eyru þjóta. Ýkjurnar eru blöff til að krækja í fyrirsagnir og herja á ríkissjóð. Ef svo illa vildi til að það yrði mannskætt rútuslys myndi Helga Vala hreykja sér á skítahaug Samfylkingar. Eðlið segir til sín.  


mbl.is Segir Svandísi hóta starfsfólki Landspítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband