Smávegis reisn, Egill Helga, bara smávegis

Egill Helga birti afmæliskveðju til Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, sem varð fimmtugur í gær. Afmæliskveðjan var tvær línur. En 95% af texta Egis var sneið til fimmtugsafmælis Davíðs Oddssonar sem var fyrir heilum 22 árum.

Líkt og aðrir vinstrimenn á Egill erfitt með að hemja sig þegar Davíð er annars vegar. Jafnvel þegar fyrrum forsætisráherra er hvergi nærri vettvangi - afmælisdagurinn var Bjarna - geta menn ekki á sér setið og haga sér eins og götustrákar.

Yfirskrift færslu Egils er ,,Bjarni fimmtugur - dálítið breyttir tímar". Sumt breytist þó ekki. Til dæmis neyðarleg þráhyggja Egils og félaga gagnvart Davíð Oddssyni.


Straumsvík og heimskreppan

Álverð er talið endurspegla horfurnar í heimsbúskapnum. Ál er notað í framleiðslu bíla, flugvéla og heimilistækja. Væntingar um samdrátt eða kreppu koma snemma fram í álverði.

Á síðasta ári lækkaði álverð um tæp 8 prósent.

Tilkynningin um minni framleiðslu í Straumsvík er vísbending um að heimsbúskapurinn standi ekki traustum fótum.


mbl.is Áhyggjur af starfsfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalísk verkalýðsbarátta

,,Það er sjúk­lega ólýðræðis­legt og sjokk­er­andi að verða vitni að því að fólk ætli að stilla fé­lags­mönn­um Efl­ing­ar upp sem ein­hverj­um svik­ur­um við lífs­kjara­samn­ing­inn," segir Sólveig Anna formaður Eflingar.

Nýgerðir lífskjarasamningar eru, samkvæmt Sólveigu Önnu, dæmi um ,,sjúklegt órétt­læti." En formaður Eflingar taldi þá nógu góða fyrir félagsmenn Eflingar er starfa á almennum vinnumarkaði.

Dálítið ,,sjúkt", ekki satt?


mbl.is Engir svikarar við lífskjarasamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband