Straumsvík og heimskreppan

Álverð er talið endurspegla horfurnar í heimsbúskapnum. Ál er notað í framleiðslu bíla, flugvéla og heimilistækja. Væntingar um samdrátt eða kreppu koma snemma fram í álverði.

Á síðasta ári lækkaði álverð um tæp 8 prósent.

Tilkynningin um minni framleiðslu í Straumsvík er vísbending um að heimsbúskapurinn standi ekki traustum fótum.


mbl.is Áhyggjur af starfsfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalísk verkalýðsbarátta

,,Það er sjúk­lega ólýðræðis­legt og sjokk­er­andi að verða vitni að því að fólk ætli að stilla fé­lags­mönn­um Efl­ing­ar upp sem ein­hverj­um svik­ur­um við lífs­kjara­samn­ing­inn," segir Sólveig Anna formaður Eflingar.

Nýgerðir lífskjarasamningar eru, samkvæmt Sólveigu Önnu, dæmi um ,,sjúklegt órétt­læti." En formaður Eflingar taldi þá nógu góða fyrir félagsmenn Eflingar er starfa á almennum vinnumarkaði.

Dálítið ,,sjúkt", ekki satt?


mbl.is Engir svikarar við lífskjarasamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk flýr til Íslands - í eldgos

Á ráðstefnu fyrir tveim dögum segir sóttvarnarlæknir að búast megi við flóttamannastraumi til Íslands vegna loftslagsbreytinga. Hmm, frá 1880 hefur hitastig jarðar hækkað um 0,8 gráður á Celcíus, já 0,8 C á 140 árum. 

Í meðfylgjandi frétt er sagt frá mögulegu eldgosi við Grindavík. Á 13. öld brunnu þar jarðeldar í áratugi.

Hættum móðursýkinni og reynum að lifa við þá staðreynd að náttúran, veðurfar og jarðhræringar, er handan þess sem maðurinn getur stjórnað. Við lifum með náttúrunni en stjórnum henni ekki.


mbl.is „Lítur út eins og byrjun á langvarandi ferli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB beitir sér gegn Bretlandi, Kanada

Aðgangur að breskum fiskimiðum verður krafa ESB í viðræðum um fríverslunarsamning við Bretland. Kanada hefur fríverslunarsamning við ESB og kvartar sáran undan tæknilegum viðskiptahindrunum í Evrópu.

Evrópusambandið er valdastofnun sem beitir sér af afli gegn ríkjum utan sambandsins þegar andstæðir hagsmunir eru í húfi.

Æ betur kemur á daginn hve misráðið var fyrir Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu 16. júlí 2009.

Vinstrimenn, Samfylking og Vinstri grænir, vildu flytja fullveldið og forræði íslenskra mála til Brussel. Gleymum því ekki.

 


mbl.is Frakkar vilja veiða í breskum sjó næstu 25 árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán, frjálshyggjukratismi og Trump

Stefán Ólafsson skrifar um dauða nýfrjálshyggjunnar og boðar afturhvarf til blandaðs hagkerfis. Hann vill

inn­leiða á ný bland­aða hag­kerfið sem var ríkj­andi á Vest­ur­löndum frá lokum seinni heims­styrj­aldar til um 1980 og sem þjón­aði almenn­ingi mun betur en hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar hefur gert.

Blandað hagkerfi, ríkisrekstur og einkarekstur, óx og dafnaði á vesturlöndum í hagsææld eftirstríðsáranna. Nýfrjálshyggja verður vinsæl þegar vestræn hagkerfi lenda í kreppu á áttunda áratug síðustu aldar. 

Sameiginlegt blönduðu hagkerfi, oft kennt við kratisma, og nýfrjálshyggju er alþjóðahyggja. Frjáls verslun, frjáls flæði vöru og þjónustu og frjálst flæði fólks sameinaði kratisma og nýfrjálshyggju. Evrópusambandið er háborg hugmyndafræðinnar.

Um aldamótin opinberast vandræði alþjóðavæðingar. Millistéttir á vesturlöndum staðna í kaupmætti, verkafólk missir störf til þriðja heims ríkja. Kratískir hagfræðingar eins og Joseph Stiglitz segja frá vandræðunum.

Trump fékk forsetakjör í Bandaríkjunum 2016 til að stemma stigu við frjálshyggjukratískri alþjóðavæðingu. Trump tók bandarískt verkafólk fram yfir hagsmuni stórfyrirtækja.

Trump tekur þjóðhyggjuna, sem var forsenda blandaðs hagkerfis á vesturlöndum, og skrúbbar af henni alþjóðavæðinguna. Eftir standa hversdagsleg sannindi; þjóðríkið eitt tryggir hagsæld borgaranna.

Stefán kann sitthvað fyrir sér í hagfræði og öðrum félagsvísindum. En hann getur ekki, frekar en allur þorri vinstrimann, horfst í augu við þann veruleika að Trump er þjóðlegur krati.

 


6 milljónir og Anna Frank

Í helförinni voru um sex milljónir gyðinga drepnar. Talan sex milljónir er abstrat, óhlutlæg, það er einkenni talna. Sögur af þeim myrtu klæða tölurnar holdi og blóði. Til dæmis dagbók Önnu Frank, gyðingastúlkunnar sem faldi sig leyniíbúð í Amsterdam fyrir böðlum í leit að fólki af röngum uppruna.

Dagbók Önnu Frank segir ekki orð um drápsbúðirnar eða blóðvellina þar sem gyðingar á öllum aldri áttu sína síðustu stund. Dagbókin segir frá hugrenningum unglingsstúlku sem væri á níræðisaldri í dag ef ekki væri vegna helfararinnar.

Önnur bók, Þeir týndu - leitin að sex af sex milljónum, segir af tilraun afkomenda að grafast fyrir örlög gyðingafjölskyldu.

Helförin er saga af myrkraverkum frömdum um hábjartan dag af þjóðríki sem telst til vestrænnar siðmenningar. Betur fer á því að rifja upp sögur hversdagsfólksins er átti sama rétt til lífs og hamingjuleitar og hver annar - en var myrt með köldu blóði - fremur en að deila um hverrar þjóðar það var.


mbl.is Sagnfræðingar segja staðhæfingar Pútíns fáránlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástráður vill fá embætti út á pólitík

Fyrsta skipan landsréttardómara var gerð tortryggileg á pólitískum forsendum. Skipan Sigríðar Á. Andersen þáverandi dómsmálaráðherra var samþykkt á alþingi á málefnalegum forsendum þar sem jafnréttissjónarmið voru í forgangi.

Vinstrimenn létu sér það ekki vel líka að þeirra maður, Ástráður Haraldsson, fékk ekki skipun.

Rök Ástráðs fyrir því að hann fá embætti við landsrétt eru þau að sökum þess að í fyrstu umferð hafi tekist að gera skipun dómara pólitískt tortryggileg skuli hann fá embættið í seinni umferð.

Þetta kallar Ástráður ,,eðlisrök", en það er hugtak títt notað í orðræðu femínista.


mbl.is Telur umsóknir landsréttardómara ekki lögmætar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit - lærdómur fyrir Ísland

Bretar þurftu tæp 4 ár að losna úr Evrópusambandinu. Í þessi 4 ár var samfelld stjórnarkreppa í Bretlandi sem ESB gerði sitt ítrasta til að viðhalda. Tvennar þingkosningar á 4 árum snerust aðeins um Brexit.

Breska þjóðin kaus að fara úr ESB sumarið 2016. Ef ESB hefði virt vilja bresku þjóðarinnar hefðu Bretar losnað úr sambandinu á einu og hálfu ári.

Lærdómurinn fyrir Ísland er sá að ef erlent ríki eða ríkjabandalag nær tangarhaldi á samfélagi okkar er voðinn vís. Sú hætta er fyrir hendi að EES-samningurinn verði nýttur til að knýja Íslendinga til að ganga í takt við Brussel, samanber 3. orkupakkinn. Það má ekki gerast.


mbl.is Samningurinn samþykktur í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun orðin of há á Íslandi

Ósjálfbær hækkun launa leiðir til allsherjarlækkunar með því að krónan fellur. Gengisfelling leiðir til verðbólgu sem étur upp krónutöluhækkun launa.

Hófsemi í launahækkunum skilar sér í stöðugleika, óhóf veldur óreiðu.

Verkefni næstu missera og ára er að koma í veg fyrir óreiðu.


mbl.is Mun meiri hækkun á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamaður með æru

Hljóðritað samtal milli Reynis Traustasonar og blaðmanns DV geymir þessa gullmola:

Björgólf­ur Guðmunds­son á prent­smiðjuna. Og ég svo sem er ekk­ert nojaður yfir því. Ég bara berst við þann djöf­ul og hann mun, þú veist ... við mun­um taka hann niður og þá verður allt miklu heil­brigðara en það var.

og

Þú verður að at­huga að það eru svo marg­ir áhrifa­vald­ar á líf okk­ar. Björgólf­ur Guðmunds­son með ann­ars veg­ar veð í bréf­un­um og hins veg­ar prent­un á blaðinu. Á meðan hann er með ... eitt­hvert lífs­mark er með hon­um mun hann reyna að drepa okk­ur. En við höf­um svo sem pönk­ast á hon­um út í það óend­an­lega.

Tilefni samtalsins var að Reynir, þáverandi ritstjóri DV, drap frétt blaðamannsins vegna hótana um að blaðinu yrði lokað.

Tólf ár eru frá samtalinu. En það er sígilt dæmi um hvernig sómakær blaðamaður á EKKI að tala. Blaðamennska er ekki ,,taka menn niður" og heldur ekki ,,pönkast" á fólki ,,út í það óendanlega".

Þegar Reynir sakar aðra um ærumeiðingar er skörin komin upp í bekkinn.


mbl.is „Nokkuð persónulegt“ hjá Reyni og Vilhjálmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband