Tyrkland međ heimsveldaáform

Tyrkir ćtla ađ senda herliđ til Líbýu, sem er klofiđ land eftir misheppnađa tilraun frjálslyndra á vesturlöndum ađ skipa ţar málum eftir sínu höfđi. Tyrkir herja jafnframt á byggđir Kúrda í Sýrlandi međ ţađ fyrir augum ađ fćra landamćri ríkjanna á kostnađ Sýrlands.

Austurhluti Miđjarđarhafs liggur á milli Tyrklands og Líbýu. Guardian segir markmiđ Tyrkja efnahagsleg. Ţeir ćtli ađ tryggja sér rétt til vinnslu á gasi og olíu á svćđinu. Áđur höfđu Grikkir, Egyptar, Kýpverjar og Ísraelsmenn samiđ sín á milli um vinnslu á hafsvćđinu.

Jerusalem Post setur hernađarafskipti Tyrkja í samhengi viđ heimsveldi Ottómana sem féll í fyrri heimsstyrjöld. Í framhaldi voru landamćri fyrir botni Miđjarđarhafs dregin af gömlu evrópsku nýlenduveldunum, Bretum og Frökkum.

Eftir fall Ottómana byggđu Tyrkir upp veraldlegt ţjóđríki undir forystu Atatürk. Á seinni árum fćrist Tyrkland í átt múslimaríkis undir leiđsögn Erdogan forseta. Á međan veraldleg pólitík réđ ferđinni í Tyrklandi sóttust ţeir eftir ađild ađ Evrópusambandinu en var hafnađ.

Heimsveldaáform Tyrkja á austurhluta Miđjarđarhafs kalla á viđbrögđ Evrópuríkja sem og annarra sem eiga hlut ađ máli. Tyrkland ásamt Katar og Ítalíu styđja Trípólí-stjórnina í Líbýu á međan Egyptar, Frakkar og Rússar styđja stríđsherrann Haftar.

Deilurnar fyrir botni Miđjarđarhafs voru flóknar fyrir. Heimsvaldastefna Tyrkja mun ekki einfalda ţćr.


Samstađa gegn uppgjöf vinstrimanna

Ríkisstjórn vinstriflokkanna, Jóhönnustjórnin, sem tók viđ völdum 2009, undirbjó uppgjöf íslenska lýđveldisins. Fyrst átti ađ gefast upp fyrir kröfum Breta og Hollendinga um ađ íslenskur almenningur tćki ábyrgđ á Icesave-skuldum einkabanka. 

Síđan átti ađ gefa upp fullveldiđ til Evrópusambandsins.

Indefence-hópurinn reisti fyrstu varnarlínuna međ ţví ađ knýja í gegn ţjóđaratkvćđagreiđslu um Icesave-samninga Jóhönnustjórnarinnar. Í kjölfariđ skapađist svigrúm til ađ brjóta á bak aftur ESB-umsóknina frá 16. júlí 2009.

Lýđveldinu var bjargađ á síđustu stundu.


mbl.is Fékk fálkaorđu vegna InDefence
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 2. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband