Íran og Ríki íslams - ţjóđríki og himnaríki

Ríki íslams var trúarhugmynd um nýtt kalífadćmi súnní-múslíma. Í fáein misseri 2014-2015 var Ríki íslams til í landamćrahéruđum Sýrlands og Íraks. Ţar fyrir utan er Ríki íslams neđanjarđarsamtök međ sellur hér og ţar en ekkert land til ađ rćkta og verja.

Íran er aftur ţjóđríki međ 80 milljónir íbúa, ađ stćrstum hluta Persa sem játa shíta-útgáfu múslímatrúar.

Leiđtogar Írans geta ekki fariđ neđanjarđar, ţeir missa ríkiđ fari ţeir í felur. Leiđtogar Ríkis íslam gátu sent fylgismönnum sínum hljóđupptökur úr felum; klerkarnir í Teheran verđa ađ sitja stjórnarskrifstofur og vera sýnilegir.

Vesturlönd gátu illa beitt sér gegn Ríki íslams, nema ţessa fáeinu mánuđi sem ríki ţeirra átti landfrćđilega tilvist. Íran er aftur skotmark, sitjandi önd. 

Hefđbundiđ stríđ á milli Bandaríkjanna og Íran er ólíklegt. Bandaríkin láta sér ekki innrás til hugar koma, lćrđu ţađ af Írak-stríđinu. Íran hefur enga burđi til ađ herja á Bandaríkin nema međ hryđjuverkárásum.

Skćrur og stađbundin leiđindi verđa eftirmál aftöku Soleimani. Klerkarnir í Teheran vilja ţjóđríkiđ umfram himnaríkiđ.

 


mbl.is Spurningin bara hvenćr stríđ brjótist út
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vinstrimenn til varnar bankaauđvaldinu

Fyrrum ráđherra Samfylkingar ritar til varnar bankaauđvaldinu í málgagn Samfylkingar. Í Kjarnagrein Katrínar Júlíusdóttur er ćmt og ćjađ yfir ,,séríslenskum" bankaskatti á Fróni.

Katrín og fleiri vinstrimenn af samfylkingarsortinni studdu međ ráđum og dáđ bankaauđvaldiđ fyrir hrun. Ágúst Ólafur, félagi Katrínar, lagđi til ađ enska yrđi opinbert mál á Íslandi til ađ auđvelda hamfarastefnu bankanna.

Íslenskt bankafólk kunni ekki sitt fag. Hruniđ leiddi ţađ í ljós. Vinstrimenn kunna sér ekki hóf. Sagan kennir okkur ţađ. Tveir nauđsynlegir ţćttir í velferđ ţjóđarinnar eru veikir bankar og áhrifalitlir vinstrimenn.


4% dauđi í Bagdad

Olíuverđ á heimsmarkađi hćkkađi ekki nema um 4 prósent viđ fréttir af aftöku óopinbers leiđtoga shíta-múslímaríkjanna Írans og Íraks. Ţeir dagar eru liđnir ađ skortur á olíu frá miđausturlöndum stöđvi hagkerfi vesturlanda.

Aftakan á Soleimani er áhugaverđust í innbyrđis valdabaráttu múslímaríkja. Shíta-múslímar í Íran, Írak og Sýrlandi sóttu í sig veđriđ í baráttunni viđ súnní-múslíma međ Sádi-Arabíu sem valdamiđstöđ. Vesturlönd umbáru vöxt og viđgang shíta á međan Ríki íslams, sem er hreyfing súnní-múslíma, var hćttuleg. Soleimani var lykilmađur í útţenslu shíta. 

Shítar eru ekki nema um 20 prósent múslíma, súnnar 80 prósent. Af ţeirri ástćđu einni eru útţenslunni takmörk sett. Höfuđríki shíta er Íran sem fyrir daga múslímatrúar hét Persía og gerđi bćđi Grikkjum og Rómverjum skráveifu í fornöld. Kjarnorkuvopnaáćtlun Írans, sem Obama leyfđi en Trump stöđvađi, var tilraun til ađ gera Íran ađ stórveldi. Landvinningar síđustu ára, í Írak og Sýrlandi, gáfu ţeirri ímynd undir fótinn. 

Stefiđ í útţenslu múslíma síđustu ára, bćđi shíta og súnna, er ađ vesturlönd séu úrkynjuđ og veik. Vestrćnn almenningur er áhugasamari um kynjapólitík og loftslagsvá en heimsveldi. Misheppnuđ tilraun vesturlanda til ađ umbreyta múslímaríkjum, međ innrásum í Írak og Afganistan í kjölfar falls tvíburaturnanna í New York 11. sept. 2001, ţótti undirstrika veikleikana. Nú vćri tćkifćri ţjóđa spámannsins ađ láta ađ sér kveđa. Blindađir af trú sáu múslímar ekki harđan veruleikann: í samanburđi viđ vesturlönd eru múslímaríki á steinaldarstigi í menningu og tćkni.

Aftakan í Bagdad í nótt verđur ekki án afleiđinga. Jerusalem Post segir aftökuna hafa veriđ óhugsandi - áđur en hún var gerđ. Soleimani sendi shítana sína til ađ narta í veldi Bandaríkjanna međ umsátri um bandaríska sendiráđiđ í Bagdad. Fáeinum dögum síđar er Soleimani dauđur.

Soleimani mátti vita ađ sendiráđ eru Bandaríkjamönnum viđkvćm á kosningaári. Carter tapađi forsetakosningunum 1980 vegna sendiráđstöku landa Soleimani í Tehran. Trump stendur til endurkjörs í haust.

Klerkaveldiđ í Íran er í valţröng. Ef ţeir láta aftökuna yfir sig ganga sýnast ţeir vanmáttugir. Ef ţeir auka ófriđinn og velja sér viđkvćmt bandarískt skotmark hćtta ţeir á frekari aftökur leiđtoga sinna. Innanlandsástand í Íran er ţannig ađ óvíst er hvort margir gráti mannfall í röđum klerkanna.   


mbl.is Dýnamít í púđurtunnu?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 3. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband