Blóðhefnd sem utanríkispólitík

Íraninn Soleimani, sem Bandaríkjaher tók af lífi, var á vappi í Bagdad, höfuðborg Íraks, og skipulagði umsátur um bandaríska sendiráðið nokkrum dögum fyrir aftökuna. Einn æðsti maður Íran vann með þegjandi samþykki stjórnvalda í Írak að herja á sendiráð Bandaríkjanna, sem á að heita bakhjarl Íraks og bjargaði landinu frá því að verða Ríki íslams að bráð. Ríki íslams var einnig svarinn andstæðingur Írans. Svolítið kúnstugt.

Íran hótar blóðhefndum og stjórnvöld í Írak óttast að landið verði vettvangur frekari blóðsúthellinga. Bandaríkin senda fleiri hermenn til Íraks, þvert á yfirlýsta stefnu Trump að fækka bandarískum hermönnum í miðausturlöndum. 

Írak er ekki fullvalda ríki, nema að nafninu til. Hermenn annarra ríkja nota landið til uppgjörs sem líkist fremur átökum glæpahópa um hverfisyfirráð en milliríkjasamskiptum.

Fyrrum sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum gerir því skóna að viðvarandi stríðsástand í Írak og nærsveitum kalli á uppstokkun, víðtæka friðarsamninga, líkt og eftir stórstríð í Evrópu. 

Munurinn er sá að trúarmenning, siðir og venjur í Evrópu voru og eru einsleitari en í miðausturlöndum.

Meiri líkur eru á auknum blóðhefndum í miðausturlöndum en allsherjarfriði. Því miður. 

 


mbl.is Víg Soleimanis „stríðsaðgerð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband