Blóđhefnd sem utanríkispólitík

Íraninn Soleimani, sem Bandaríkjaher tók af lífi, var á vappi í Bagdad, höfuđborg Íraks, og skipulagđi umsátur um bandaríska sendiráđiđ nokkrum dögum fyrir aftökuna. Einn ćđsti mađur Íran vann međ ţegjandi samţykki stjórnvalda í Írak ađ herja á sendiráđ Bandaríkjanna, sem á ađ heita bakhjarl Íraks og bjargađi landinu frá ţví ađ verđa Ríki íslams ađ bráđ. Ríki íslams var einnig svarinn andstćđingur Írans. Svolítiđ kúnstugt.

Íran hótar blóđhefndum og stjórnvöld í Írak óttast ađ landiđ verđi vettvangur frekari blóđsúthellinga. Bandaríkin senda fleiri hermenn til Íraks, ţvert á yfirlýsta stefnu Trump ađ fćkka bandarískum hermönnum í miđausturlöndum. 

Írak er ekki fullvalda ríki, nema ađ nafninu til. Hermenn annarra ríkja nota landiđ til uppgjörs sem líkist fremur átökum glćpahópa um hverfisyfirráđ en milliríkjasamskiptum.

Fyrrum sendiherra Ísraels hjá Sameinuđu ţjóđunum gerir ţví skóna ađ viđvarandi stríđsástand í Írak og nćrsveitum kalli á uppstokkun, víđtćka friđarsamninga, líkt og eftir stórstríđ í Evrópu. 

Munurinn er sá ađ trúarmenning, siđir og venjur í Evrópu voru og eru einsleitari en í miđausturlöndum.

Meiri líkur eru á auknum blóđhefndum í miđausturlöndum en allsherjarfriđi. Ţví miđur. 

 


mbl.is Víg Soleimanis „stríđsađgerđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 4. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband