Kona getur ekki sigrað Trump, aðeins sósíalisti eða auðmaður

Engin kona getur sigrað Trump í forsetakosningunum í nóvember, sagði sósíalistinn Bernie Sanders við Elisabeth Warren. Bæði sækjast þau eftir útnefningu til að skora Trump á hólm. (Sanders neitar að hafa látið ummælin falla.)

Auðmaðurinn Bloomberg er aftur sannfærður um að hann sé maðurinn til að hrifsa húsbóndasætið í Hvíta húsinu af glókolli.

Frjálslyndir og vinstrimenn geta ekki fyrir sitt litla líf orðið sammála um eitt eða neitt. Nema að fella Trump.  


mbl.is Ver öllu sínu fé til að losna við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump árið 1980 um Íran og forsetaframboð

Merkilegan bút af viðtali við kornungan Donald Trump er að finna á netinu. Viðtalið virðist ófalsað og er frá 1980 en árið áður tóku Íranar bandaríska sendiráðsstarfsmenn í gíslingu.

Orð Trump um mögulegt forsetaframboð eru áhugaverð sem og vísun hans í Lincoln forseta sem háði borgarastríð í þágu mannréttinda.

Sjón er sögu ríkari. Viðtalsbúturinn er ekki nema einar 4 mínútur.


Eru reglur andstæðar íslensku samfélagi, Ögmundur?

Kvótakerfið er fyrirkomulag á fiskveiðistjórnun. Sá sem þetta skrifar var háseti á keflvískum netabát snemma á níunda áratug síðustu aldar - rétt fyrir daga kvótakerfisins. Þá, eins og nú, gekk mönnum misvel í sjósókn.

Landsbyggðin átti erfitt uppdráttar löngu fyrir daga kvótakerfisins.

Kvótakerfinu var komið á 1984. Sannfæringin að baki var að stýra yrði aðgengi að fiskveiðiauðlindinni. Allt frá upphafi er kvótakerfið umdeilt og hefur tekið ýmsum breytingum 36 ár.

Fiskurinn er ekki óþrjótandi auðlind. Aðgengi að auðlindinni þarf að stýra.

Reglur eru ekki andstæðar íslensku samfélagi, Ögmundur, heldur forsenda fyrir sæmilega friðsamri sambúð okkar sem landið byggjum. 


mbl.is Segir kvótakerfið brot gegn íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jerúsalem og Soleimani - sigurtvenna Trump

Í desember 2017 viðurkenndi Trump Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Múslímar og meðhlauparar þeirra á vesturlöndum, daglega kallaðir frjálslyndir og vinstrimenn, tóku móðursýkiskast og hótuðu heimsendi. Fyrir viku fyrirskipaði Trump aftöku á Soleimani máttugasta herstjóra Írans. Aftur móðursýkiskast múslíma og meðhlaupara og þriðju heimsstyrjöld hótað.

Hvorki eftir viðurkenningu á Jerúsalem né aftökuna í síðustu viku var öskrum og ópum fylgt eftir með aðgerðum Þvert á móti. Æðstiklerkur Írans biður um samninga, samkvæmt meðfylgjandi frétt, og er það ólíklegt upphaf þriðju heimsstyrjaldar.

Guardian, sem talar máli frjálslyndra vinstrimanna, klórar sér í kollinum og spyr hvað valdi.

Stutta svarið er Trump, sem lætur ekki móðursýki stjórna málefnum ríkisins. Önnur vinstriútgáfa, New Republic, segir stóru spurninguna hvort Trump sé boðberi óreiðu eða verkfæri sögunnar.

Lengra svarið er að þótt múslímar fremji alræmd hryðjuverk eru múslímaríki vanmáttug og vanþróuð. Vesturlönd eru ekki lengur háð olíu frá miðausturlöndum sem gerir þau enn veikari.

Trump er kominn með tvennu og þyrstir í þrennu fyrir botni Miðjarðarhafs. Spurning hvar hann ber næst niður. Friðarsamningar milli Palestínumanna og Ísrael? Kjarnorkuáætlun Írana eyðilögð með góðu eða illu? Afturköllun Bandaríkjahers frá Írak?


mbl.is Segir ástandið Bandaríkjunum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð biðst ekki afsökunar

Klerkarnir í Íran stjórna í umboði guðs, það liggur í hlutarins eðli. Handhafar guðlegs valds biðjast ekki afsökunar, hvort heldur þeir eru páfinn í Róm, einvaldskonungar í Evrópu eða klerkar í Íran. Nema, auðvitað þeir séu knúnir til að biðjast velvirðingar.

Vandinn er sá að þegar veraldlegir handhafar almættisins játa mistök grafa þeir undan eigin lögmæti. Játningin er jafnframt viðurkenning á breyskleika. Þeir sem þykjast útvaldir af forsjóninni eru breyskari en aðrir. Maður með umboð almættisins er skilgreiningin á mikilmennskubrjálæði.

Evrópskir einveldiskonungar voru á nýöld í sömu stöðu og klerkaveldið í Íran. Sumir voru skynsamir, eins og Friðrik 7. Danakonungur sem afsalaði sér einveldinu 1848, á meðan aðrir veittu viðnám og urðu höfuðlausir, Lúðvík 16. gleggsta dæmið.

Klerkunum í Íran og raunar múslímum öllum er nokkur vandi á höndum. Kostirnir eru í grunninn aðeins tveir. Í einn stað að halda gamla trú að almættið skipi fulltrúa sína að fara með veraldleg málefni. Í annan stað að læra af þeim kristnu og gera guð að einkamáli hvers og eins, er hafi aðeins táknræn áhrif á skipan mála samfélagsins.

Upphafsmaður íslam, Múhameð, bjó til trúna á sjöundu öld eftir Krist og nýtti sér fyrirmyndir úr kristni og gyðingdómi. Múslímum samtímans ætti ekki að vera vorkunn að gera það sama.

Guð litur með velþóknun á skynsemi.

 


mbl.is „Biðjist afsökunar, segið af ykkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsmorðsleiðangur Ragnars Þórs og VR

Verkalýðshreyfingin er félagslega dauð. Innan við tíu prósent félagsmanna taka þátt í stjórnarkjörum. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar liggur í lögum sem alþingi setur. Verkalýðshreyfingin einokar samninga við atvinnurekendur sem innheimta félagsgjöld frá launþegum í sjóði stéttafélaga.

Ef verkalýðshreyfingin verður pólitískur flokkur, líkt og Ragnar Þór formaður VR stefnir að, verður ekki unað við skylduaðild launþega og að atvinnurekendur innheimti félagsgjöld launþega. 

Verkalýðshreyfingin sem stjórnmálaflokkur kæmist aldrei upp með að nota sjóði launþega til að kaupa sér atkvæði. En það er eina ástæðan fyrir valdabrölti Ragnars Þórs og félaga.

Verkó er félagslega dauð en á ógrynni peninga vegna nauðungar launþega að tilheyra stéttafélagi. Um leið og stéttafélög yrðu pólitísk framboð brystu forsendur fyrir faglegu starfi þeirra. Lög um stjórnmálaflokka heimila ekki skylduaðild og atvinnurekendur innheimta ekki félagsgjöld pólitískra framboða.

Pólitískt framboð yrði einfaldlega banabiti verkalýðshreyfingarinnar.


Óvart fjöldamorðingjar

Íran játar skjóta niður farþegaflugvél og drepa 176 manns en segir það óvart. En það er ekkert óvart við fjöldamorð klerkastjórnarinnar heldur yfirlýst stefna. Íran, sem ekki á landamæri að Ísrael, hótar reglulega að gjöreyða Ísraelsríki, síðast fyrir 4 dögum.

Múslímar skiptast í tvær meginhreyfingar, súnna og shíta. Öfgaútgáfa súnna er Ríki íslams; klerkaveldið í Íran er shíta-öfgar. Öfgarnar berjast innbyrðis en hafa fjöldamorð sem yfirlýsta stefnu gagnvart vesturlöndum almennt og Ísrael sérstaklega.

Múslímar í miðausturlöndum eru ánetjaðir miðaldahugsun þar sem trúin er miðlæg í samfélaginu. Vestræn mannréttindi, t.d. jafnrétti kynjanna, kynfrelsi og trúfrelsi eru þeim framandi. Engir nema múslímar sjálfir geta leyst úr sínum málum. 

Tveir ásar átakanna eru á milli súnna og shíta annars vegar og hins vegar milli múslíma í heild og vesturlanda. Í augum vesturlanda er Ísrael eins og hvert annað þjóðríki með réttindi og skyldur í alþjóðlegu samfélagi. Þorri múslíma lítur aftur á Ísrael sem aðskotahlut í samfélagi rétttrúaðra. Trúarmenning múslíma leyfir ekki blæbrigði sem eru inngróin í vestræna menningu. 

Öfgaútgáfur múslíma, Ríki íslams og Klerka-Íran, þrífast í skjóli trúarmenningar sem er ósamrýmanleg vestrænni menningu. Verkefni næstu ára og áratuga er að leyfa múslímum fyrir botni Miðjarðarhafs að greiða úr sínum málum og koma í veg fyrir að uppgjör múslíma skapi vandræði á vesturlöndum. Þetta skilja allir nema vinstrimenn og frjálslyndir sem ýmist af vangá eða hreinni heimsku halda að vestræn menning og trúarmenning múslíma séu undirflokkar fjölmenningar.

 


mbl.is Segjast hafa skotið vélina óvart niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn og Íransvinir í vanda

Drápið á Soleimani ætluðu vinstrimenn og frjálslyndir í Evrópu og Bandaríkjunum að nota til að koma höggi á vestrænar varnir gegn herskáu múslímaríki.

Hér heima gerði Rósa B. þingmaður Vinstri grænna Gulla utanríkis að meðhöfundi aftökunnar á Soleimani. Samhliða var stjórnvöldum í Íran stillt upp sem friðelskandi.

Á daginn kemur að Íran dundar sér við að skjóta niður farþegaflugvélar og setur það vestræna vinstrimenn og frjálslynda í nokkurn vanda. Þeir gætu sýnst hliðhollir ríkisstjórn fjöldamorðingja og það gerir sig ekki vel í umræðunni.

Valdhafar í Íran þverneita glæpnum en krefjast jafnframt upplýsinga frá vesturlöndum. Áður höfðu stjórnvöld í Teheran harðneitað alþjóðlegu samstarfi við að upplýsa ástæður þess að úkraínska flugvélin hrapaði og deyddi 176 manns. Íranar eru vanastir því að fá sínu framgengt með öskrum og ópum. Vinstrafrjálslyndið beygir sig þá í duftið.

 


mbl.is Gögn benda til að Tor hafi grandað vélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartur er þriðji Íslendingurinn

Ef sögu Íslendinga yrði skipt í þrjá hluta og fundinn einstaklingur fyrir hvert tímabil yrði Bjartur í Sumarhúsum þriðji Íslendingurinn. Bjartur í höndum Halldórs Laxness er ólseigur, fátækur að efnum en ríkur í anda; umfram allt með ódrepandi sjálfstæðisvilja.

Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn, er fulltrúi miðtímabilsins. Braust fátækur til frama, hempuklæddur stríðsmaður, sannfærður um rétta trú, gat dóttur sem hefndi hans eftir niðurlægjandi aftöku án dóms og laga 7. nóvember 1550.

Fyrsti Íslendingurinn er Snorri Sturluson. Fæddur af höfðingja, alinn upp af öðrum, heimsborgari með margar konur í takinu, snjall en hégómagjarn, ágjarn en lítill bardagamaður. Hégóminn gerði hann að vini Hákonar Noregskonungs, sem lét drepa hann og fékk til verksins fyrrum tengdason Snorra.

Amen.


mbl.is Geir Haarde mælir með Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rósa B. grillar Gulla vegna Soleimani

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna og vara­for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar, hefur kallað eftir því að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra komi sem fyrst á fund utan­rík­is­mála­nefndar ... hvort utan­rík­is­ráð­herra hafi verið í sam­skiptum við banda­rísk stjórn­völd eða önnur stjórn­völd vegna árás­ar­innar á hers­höfð­ingj­ann Qassem Suleimani.

Rósa B. grætur fallinn myrkrahöfðingja, margauglýstan hryðjuverkamann, samkvæmt Kjarnanum.

En Rósu B. finnst léttvægur dauði 176 saklausra flugfarþega í úkraínskri flugvél, sem klerkaveldið í Íran ber mögulega ábyrgð á. 

Alltaf með forganginn á hreinu, hún Rósa B.


mbl.is Skotið hafi verið á farþegaþotuna fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband