Sjálfsmorðsleiðangur Ragnars Þórs og VR

Verkalýðshreyfingin er félagslega dauð. Innan við tíu prósent félagsmanna taka þátt í stjórnarkjörum. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar liggur í lögum sem alþingi setur. Verkalýðshreyfingin einokar samninga við atvinnurekendur sem innheimta félagsgjöld frá launþegum í sjóði stéttafélaga.

Ef verkalýðshreyfingin verður pólitískur flokkur, líkt og Ragnar Þór formaður VR stefnir að, verður ekki unað við skylduaðild launþega og að atvinnurekendur innheimti félagsgjöld launþega. 

Verkalýðshreyfingin sem stjórnmálaflokkur kæmist aldrei upp með að nota sjóði launþega til að kaupa sér atkvæði. En það er eina ástæðan fyrir valdabrölti Ragnars Þórs og félaga.

Verkó er félagslega dauð en á ógrynni peninga vegna nauðungar launþega að tilheyra stéttafélagi. Um leið og stéttafélög yrðu pólitísk framboð brystu forsendur fyrir faglegu starfi þeirra. Lög um stjórnmálaflokka heimila ekki skylduaðild og atvinnurekendur innheimta ekki félagsgjöld pólitískra framboða.

Pólitískt framboð yrði einfaldlega banabiti verkalýðshreyfingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband