Eru reglur andstæðar íslensku samfélagi, Ögmundur?

Kvótakerfið er fyrirkomulag á fiskveiðistjórnun. Sá sem þetta skrifar var háseti á keflvískum netabát snemma á níunda áratug síðustu aldar - rétt fyrir daga kvótakerfisins. Þá, eins og nú, gekk mönnum misvel í sjósókn.

Landsbyggðin átti erfitt uppdráttar löngu fyrir daga kvótakerfisins.

Kvótakerfinu var komið á 1984. Sannfæringin að baki var að stýra yrði aðgengi að fiskveiðiauðlindinni. Allt frá upphafi er kvótakerfið umdeilt og hefur tekið ýmsum breytingum 36 ár.

Fiskurinn er ekki óþrjótandi auðlind. Aðgengi að auðlindinni þarf að stýra.

Reglur eru ekki andstæðar íslensku samfélagi, Ögmundur, heldur forsenda fyrir sæmilega friðsamri sambúð okkar sem landið byggjum. 


mbl.is Segir kvótakerfið brot gegn íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Deilan stendur ekki um hvort einhverjar reglur eigi að vara um fyrirkomulagið í sjávarútvegi, heldur um það hvernig reglurnar eigi að vera. 

Ómar Ragnarsson, 13.1.2020 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband