Guð biðst ekki afsökunar

Klerkarnir í Íran stjórna í umboði guðs, það liggur í hlutarins eðli. Handhafar guðlegs valds biðjast ekki afsökunar, hvort heldur þeir eru páfinn í Róm, einvaldskonungar í Evrópu eða klerkar í Íran. Nema, auðvitað þeir séu knúnir til að biðjast velvirðingar.

Vandinn er sá að þegar veraldlegir handhafar almættisins játa mistök grafa þeir undan eigin lögmæti. Játningin er jafnframt viðurkenning á breyskleika. Þeir sem þykjast útvaldir af forsjóninni eru breyskari en aðrir. Maður með umboð almættisins er skilgreiningin á mikilmennskubrjálæði.

Evrópskir einveldiskonungar voru á nýöld í sömu stöðu og klerkaveldið í Íran. Sumir voru skynsamir, eins og Friðrik 7. Danakonungur sem afsalaði sér einveldinu 1848, á meðan aðrir veittu viðnám og urðu höfuðlausir, Lúðvík 16. gleggsta dæmið.

Klerkunum í Íran og raunar múslímum öllum er nokkur vandi á höndum. Kostirnir eru í grunninn aðeins tveir. Í einn stað að halda gamla trú að almættið skipi fulltrúa sína að fara með veraldleg málefni. Í annan stað að læra af þeim kristnu og gera guð að einkamáli hvers og eins, er hafi aðeins táknræn áhrif á skipan mála samfélagsins.

Upphafsmaður íslam, Múhameð, bjó til trúna á sjöundu öld eftir Krist og nýtti sér fyrirmyndir úr kristni og gyðingdómi. Múslímum samtímans ætti ekki að vera vorkunn að gera það sama.

Guð litur með velþóknun á skynsemi.

 


mbl.is „Biðjist afsökunar, segið af ykkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Við höfum öll gott af því að velta því fyrir okkur hvar

heimareitur HVÍTA-KÓNGSINS á að vera á skákborði raunveruleikans.

=Hver stendur næst "GUÐI" að þínum dómi Páll?

Er það hinn Lútherski Biskup Íslands?

Eða hvað?

Jón Þórhallsson, 12.1.2020 kl. 18:28

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veit ekki betur en þeir hafi þegar beðist afsökunar.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband