Miðvikudagur, 7. nóvember 2018
Trump verður leiðtogi, lýðræðið tekur fjörkipp
Ósögð frétt af bandarísku miðannarkosningunum er að Trump forseti er orðinn óskoraður leiðtogi Repúblíkanaflokksins. Flokkurinn gekk klofinn til síðustu kosninga, aðeins hluti hans studdi framboð Trump.
Kosningarnar í gær snerust um hvort Bandaríkjamenn vildu meira eða minna af Trump forseta. Niðurstaðan var óljóst jafntefli. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni en repúblíkanar bættu stöðu sína í öldungadeildinni.
Lýðræðið tók fjörkipp, stærra hlutfall mætti kjörstað en löngum áður í miðannarkosningum.
![]() |
Demókratar ná fulltrúadeildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2018
Samfylking: íslensk ungmenni í ESB-herinn
Samfylkingin er hlynnt því að íslensk ungmenni verði fallbyssufóður í stórveldabrölti Evrópusambandsins. Samfylking, með Viðreisn sem viðhengi, stefnir Íslandi inn í Evrópusambandið - fáist kjörfylgi til þess.
Evrópusambandið er í tilvistarkreppu. Gömul saga og ný er að stórveldi reyna með ófriði að berja í brestina og festa sig í sessi með hernaði.
Aftur eru fá söguleg dæmi um að stjórnmálaafl í smáríki geri sig að verkfæri stórveldis til að valda þjóð sinni miska. Nasjonal Samling í Noregi er eitt dæmi. Samfylkingin á Íslandi annað.
Dægurmál | Breytt 7.11.2018 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2018
Fjandsemi er óskráð regla Pírata
Fjandsamlegt viðhorf er í erfðaefni Pírata. Allt frá stofnun er flokkurinn í harðri samkeppni við Samfylkinguna um að fjandskapast út í allt og alla.
Þegar Jón Þór Pírataþingmaður segir að ,,fjandsamlegt framferði verði ekki liðið" þýðir það að píratísk stjórnmál eru ólíðandi.
Jón Þór gefur út dánarvottorð Pírata. Hann er vel til þess fallinn.
![]() |
Fjandsamlegt framferði verði ekki liðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2018
Enginn valkostur við Trump
Það á að heita svo að þingkosningar séu í Bandaríkjunum í dag. Í reynd er kosið um Trump forseta þótt nafn hans er hvergi að finna á kjörseðlum. Spurningin sem bandaríska þjóðin svarar er hvort hún vilji meira eða minna af Trump.
Enginn seinni tíma forseti Bandaríkjanna er með viðlíka áhrifamátt og sá sem nú situr í Hvíta húsinu. Fasteignasalinn frá New York naut sjónvarpsfrægðar til að ná kjöri fyrir tveim árum í valdamesta embætti jarðkringlunnar. Hann er í senn dáður og hataður en alltaf yfirþyrmandi.
Trump er ríkjandi pólitískt ástand. Enginn keppir við hann.
![]() |
Pitt og DiCaprio hvetja fólk til að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. nóvember 2018
Neytendur, launþegar og samnefnarinn
Neytendur eru þeir sem kaupa vöru og þjónustu. Launþegar eru aftur þeir sem selja vinnuafl sitt. Launþegar eru allir neytendur og þorri neytenda launþegar. Sama fólkið að stærstum hluta.
Neytendur vilja sem lægst verð á vöru og þjónustu en launþegar fá sem mest fyrir sína ,,vöru", þ.e. vinnuaflið. Neytendasamtökin tala fyrir ,,virkri samkeppni" til að knýja niður verðlagið. Launþegar, á hinn bóginn, eru ekki hlynntir virkri samkeppni, setja algilt lágmarksverð á vinnuaflið og bundið fastmælum í kjarasamningum.
Saman búa neytendur og launþegar í þessu landi sem við köllum okkar. Á seinni tímum gengur okkur verr en oft áður að finna samnefnarann.
![]() |
Taka verði mið af hagsmunum neytenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. nóvember 2018
Skrifað í skýin
Kannski var samruni Icelandair og WOW skrifaður í skýin þegar Icelandair losaði sig úr hótelrekstri, til að mæta fyrirsjáanlegum skilyrðum Samkeppnisstofnunar, og WOW fékk neitun frá ríkinu um rekstrarstuðning.
Gangi samruninn eftir verður til sterkt félag rekið undir tveim vörumerkjum. Félagið kemst ekki í einokunarstöðu gagnvart íslenskum neytendum að því gefnu að erlend félög haldi áfram að fljúga til landsins.
Samruninn er ásættanleg niðurstaða.
![]() |
Icelandair kaupir WOW air |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 5. nóvember 2018
Sósíalistapíratar og trúarpólitík
Pólitískir jaðarhópar eins og píratar og sósíalistar rækta með sér ,,kult"-einkenni þar sem útvaldir eru settir á stall og óbreyttir sýna undirgefni. Valdið sem þeir útvöldu hafa yfir þeim þýlyndu er réttlætt með helgislepju um að sumir séu vitsmunlega á æðra plani en aðrir.
Pólitík jaðarhópanna er skyldari trú en stjórnmálum. Trúin gengur út á að hópurinn sé merkilegri en samfélagið almennt og yfirleitt. ,,Við" og ,,þeir" aðskilnaði er viðhaldið með ótta við ,,óvinina" sem sitja um trúarsannfæringu hópsins. Til að aga hópinn er reglulega efnt til grunsemda að þessi og hinn safnaðarmeðlimur sé ekki nógu hreinn, gangi jafnvel erinda ,,óvinarins."
Í söfnuðum af þessu tagi eru bithagar fyrir óæskilegri hvatir mannskepnunnar eins og drottnunargirni, tvöfeldni, tortryggni og undirlægjuhátt. Háleit markmið um óspillta pírataríkið eða jafnaðarríki sósíalista felur um stund ljóta safnaðarlífið. En aðeins um stund.
![]() |
Einelti innan Pírata veldur úrsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. nóvember 2018
Blessaða ríka fólkið
Einhverjir þurfa að taka að sér að vera ríkir. Samfélagið þarf að sjá til þess að þeir sem ekki eru ríkir hafi:
a. nóg til hnífs og skeiðar
b. njóti sömu réttinda og þeir ríku til menntunar og heilbrigðisþjónustu
Að þessu gefnu gott mál að einhverjir séu ríkir. Ef við afnemum þá ríku, með sköttum eða aftökusveitum, verða allir fátækari.
Þannig virkar heimurinn, þótt hvorki sósíalistar né samfóistar skilji það.
Þess vegna eru bæði Logi og Gunnar Smári jaðarfígúrur. Um leið og þeir yrðu aðal breyttist Ísland í land eymdarinnar.
![]() |
Ríkustu 5% áttu 42% eigin fjár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 4. nóvember 2018
Verkó: peningar, pólitík og samfélagsmiðlar
Valdabaráttan um verkalýðsfélög síðustu misseri snýst um tvennt, peninga og pólitík. Verkalýðsfélög eru í einokunarstöðu neð áskrift að félagsgjöldum sem félagsmenn eru neyddir að greiða og hafa einkarétt að gera kjarasamninga á sínu félagssvæði.
Pólitík er notuð til að réttlæta fjandsamlega yfirtöku á verkalýðsfélagi. Í pólitíkinni eru notuð falleg orð eins og lýðræði í bland við ásakanir um spillingu.
Yfirleitt er kosningaþátttaka í stjórnarkjörum verkalýðsfélaga innan við tíu prósent. Félögin eru sem sagt félagslega dauð og lýðræðið markleysa.
Þriðji þátturinn í yfirtöku á verkalýðsfélögum eru samfélagsmiðlar. Þeir eru nýttir til að koma á framfæri ásökunum um spillingu. Frá samfélagsmiðlum streyma ásakanirnar í fjölmiðla. Þá eru samfélagsmiðlar notaðir til að smala þessum 5-7 prósentum félagsmanna sem nægir til að sigra í stjórnarkosningum.
Á liðnum áratugum komust verkalýðsfélög til valda og áhrifa í samfélaginu vegna lagaramma alþingis annars vegar og hins vegar í krafti þess að einu sinni var verkalýðshreyfingin félagsauðug fjöldahreyfingin.
Þegar verklýðshreyfingin er orðin meira og minna handbendi öfgafólks sem segir sig frá samfélaginu með 19. aldar byltingarorðræðu og hótar að taka atvinnulífið í gíslingu með verkföllum er það skylda ríkisvaldsins að grípa í taumana og láta ekki umboðslausa rugludallana stjórna þjóðarskútunni.
Fyrsta krafan hlýtur að vera að auðvelda launþegum að segja sig frá verkalýðsfélögum og stofna ný eða alfarið standa utan félaga. Það er algerlega ótækt að öfgafólk sem virkjar 5-7 prósent félagsmanna verkalýðsfélaga komist í oddaaðstöðu í samfélaginu.
![]() |
Stjórn Sjómannafélagsins fordæmd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 3. nóvember 2018
Sósíalistar stela ekki - en millifæra í þágu málstaðarins
Sósíalistar eru ekki hluti íslensks samfélags. Í byltingarorðræðu sósíalista er Ísland í helgreipum borgarastéttarinnar. Eins og Sólveig Anna er talandi dæmi um þá eiga sósíalistar ekki nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á borgaralegum siðum.
Eignarétturinn er hornsteinn borgaralegs samfélags. Það heitir þjófnaður þegar eitthvað er tekið ófrjálsri hendi.
Í orðaforða sósíalista er sjálftaka úr sjóðum verkalýðshreyfingarinnar ekki þjófnaður heldur millifærsla í þágu málstaðarins.
![]() |
Segir Sirrý fyrirlitlega manneskju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)