Allt ofbeldi er kynbundið

Ef karlmaður lemur annan karl er það ofbeldi. Ef kona leggur karl í einelti kallast það ofbeldi. Í báðum tilvikum er ofbeldið kynbundið. Eins og allt ofbeldi, því kynin eru aðeins tvö.

,,Kynbundið" ofbeldi er merkingarleysa. Við gætum alveg eins talað um ,,tvífætlingaofbeldi".

Merkingarleysan er höfð í frammi til að draga fjöður yfir þá staðreynd að karlaofbeldi er eitt en kvennaofbeldi annað. Árásarhneigð kynjanna birtist með ólíkum hætti. Almennt eru karlar beinskeyttir en konur brögðóttar. Allir eldri en tvævetra vita þetta.   


mbl.is „Kynbundið ofbeldi nær en margur heldur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elítan vill rafmagnsbíla, fólkið díselvél

Elítan í Frakklandi og víðar á vesturlöndum er föst í hugmyndafræði lofthitasinna um að heimurinn fari til helvítis ef keyrum ekki rafmagnsbíla í stað bíla með sprengihreyfli. Gulu mótmælin í París eru gegn reglugerðum lofthitasinna sem hækka eldsneytisverð.

Hetjan í mótmælunum er Jacline Mouraud, þriggja barna móðir á sextugsaldri, sem birtir eintal á samfélagsmiðlum og spyr Macron forseta hvers vegna hann stjórni í þágu elítunnar en ekki almennings.

Mótmælin breiðast út og Macron veit ekki sitt rjúkandi ráð. Eins og jafnan þegar menn rata í viðjar hugmyndafræði sem heldur ekki vatni.


mbl.is 42 handteknir í mótmælum í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit og þriðji orkupakkinn

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, og þriðji orkupakkinn eiga fullveldið sameiginlegt. Umræðan í Bretlandi gengur út á hve mikil völd ESB hefur yfir breskum innanríkismálum eftir úrsögn.

Umræðan á Ísland snýst um hve mikil áhrif ESB hefur á raforkumál okkar ef við samþykkjum þriðja orkupakkann.

Fullveldi er einmitt þetta: vald þjóðríkja yfir sínum eigin málum.

Það liggur fyrir að ef við samþykkjum þriðja orkupakkann færum við Evrópusambandinu vald yfir íslenskum orkumálum. Deilan snýst um hve mikið af ráðstöfunarréttinum flyst frá Íslandi til Brussel.

Þegar í boði er að segja nei, við viljum ekki afsala okkur fullveldi, sama hve lítið, yfir náttúruauðlindum okkar, þá er óskiljanlegt að nokkrum manni detti í hug að játast útlendu yfirvaldi í séríslenskum málum.

Rök þeirra sem vilja afsal íslenskra auðlinda til Brussel eru gjarnan þau að ,,við verðum að gera þetta af því að við samþykktum orkupakka eitt og tvö." Þessi rök er hægt að nota til að flytja allt fullveldið í bútum til Brussel.

Eina rétta afstaðan er að hafna þriðja orkupakkanum með þessum kristaltæru rökum: ákvarðanir um raforkumál landsins eiga heima á Íslandi en hvergi annars staðar. Punktur.


mbl.is May biður þjóðina um stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband