Baugsfléttan 2008 og norskt mont

Íslenska bankakerfið hrundi í október 2008. Norðmenn hreykja sér af því að hafa fengið eigur bankanna á útsölu. Siðleysi.

Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, flutti inn breskan auðmann, Philip Green, nokkrum dögum eftir hrunið til að kaupa eigur Baugs með 95 prósent afslætti. Ekkert varð úr Baugsfléttunni

Viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs, Green, er núna helst þekktur fyrir siðleysi af annarri gerð.


mbl.is Þeir einu sem töpuðu voru Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn starfi í þágu þjóðarinnar, ekki ESB

Þingmenn sem ætla sér að styðja innleiðingu orkustefnu Evrópusambandsins inn í íslensk lög, með lögfestingu svokallaðs orkupakka ESB, vinna skipulega og meðvitað gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar.

Framsal á raforkumálum Íslendinga til Brussel er óskiljanlegt hryðjuverk gegn íslenskum hagsmunum í bráð og lengd.

Nákvæmlega ekkert réttlætir að alþingi samþykki að veita ESB áhrif á hvernig þjóðin ráðstafar orkuauðlindinni.

 


mbl.is Garðyrkja leggist af með orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandarísk hnignun, Trump og vestræn menning

Bandaríkin hafa dundað sér við að breyta landamærum og stjórnskipan ríkja um víða veröld allt frá lokum seinna stríðs. Iðjan var réttlætt með lýðræði, mannréttindum eða hráum bandarískum hagsmunum, stundum dulbúnir sem vestrænir hagsmunir, sbr. innrásin í Írak 2003.

Landamæri Bandaríkjanna urðu eins og gatasigti þegar leið á síðustu öld, einkum suðurlandamærin þar sem fátæklingar frá Suður-Ameríku streymdu til fyrirheitna landsins.

Landamæri voru eitt stóru málanna í bandarísku forsetakosningunum 2016. Trump lofaði að loka þeim fyrir óæskilegum innflytjendum og náði kjöri. Aftur eru landamærin stórveldisins á dagskrá þingkosninga tveim árum síðar.

Stórveldi með áhyggjur af eigin landamærum er komið á samdráttarskeið. Eðli stórvelda er útþensla þar sem landamærum annarra ríkja er breytt í þágu hagsmuna stórveldisins.

Mótsögnum samtímans er að um leið og Bandaríkin sýna skýr og ótvíræð merki um að þau ætli að draga úr stórveldasýningu síðustu 70 ára eru bandarísk innanríkismál orðin mál málanna í flestum ríkjum heims. Jafnvel á litla Íslandi er forseti Bandaríkjanna fyrirferðameiri í umræðunni en pólitískar heimasætur.

Aðeins einn maður, Trump, er ástæða mótsagnarinnar. Tvær skýringar gætu verið á mótsögninni. Í fyrsta lagi að hnignun Bandaríkjanna sé um leið sólsetur vesturlanda og vestrænnar menningar. Í öðru lagi að Trump sé holdgervingur vestrænnar endurreisnar.


mbl.is Sendi 15.000 hermenn að landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband