ESB: heimsyfirráð eða dauði - raflost Íslands

Franskur ráðherra segir nauðsynlegt að Evrópusambandið verði heimsveldi. Kanslari Þýskalands tekur undir með forseta Frakklands að Evrópuher sé forgangsmál. Frakkar eru herskáir núna þegar fyrir liggur að Bretar ganga úr ESB og krefjast stóraukinnar miðstýringar í ofanálag við hermennskuna - annars verði engin evra.

Miðstýrð Stór-Evrópa grá fyrir járnum er til marks um klofning í Nató-bandalaginu við Bandaríkin. Leiðtogar ESB-ríkja gera ráð fyrir að Trump sitji tvö kjörtímabili í Hvíta húsinu og á þeim tíma verði slútt með kaldastríðsbandalagið.

Opin spurning er hvort Bretland, með annan stærsta her Evrópu, verði hluti af Evrópuhernum eða hvort ,,hin viljugu" ESB-ríki hervæðist upp á eigin spýtur. Ef Bretland verðu hluti Evrópuhersins er ESB úr sögunni. Ef Bretar taka ekki þátt munu þeir halla sér að Bandaríkjunum, verða útvörður bandaríska heimsveldisins gagnvart meginlandinu.

Ísland fór undir áhrifasvæði Bandaríkjanna í byrjun seinna stríðs þegar bandarískur her leysti af hólmi breska hernámsliðið. Herverndarsamningur var gerður við Bandaríkin í upphafi kalda stríðsins.

Nú sitja í stjórnarráði lýðveldisins embættismenn með pólitíkusa sem strengjabrúður og vinna að því hörðum höndum að gera Ísland að raforkuveri fyrir Evrópusambandið - með þriðja orkupakkanum.

Eru ráðamenn ólæsir á þróun alþjóðamála?


mbl.is Vill að ESB verði heimsveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðflokkurinn: valkostur 3 kjósendahópa

Miðflokkurinn er þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins, skv. könnun. Sóknarfæri flokksins eru betri en allra annarra stjórnmálaflokka í viðkvæmri pólitískri stöðu þar sem fylgið fer auðveldlega á hreyfingu.

Miðflokkurinn sækir á mið Framsóknarflokksins, eins og gefur að skilja. Sigmundur Davíð sýndi það í kosningunum 2013 að hann er í kallfæri við kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Undir formennsku Sigmundar Davíðs varð Framsókn jafnstór Sjálfstæðisflokknum. Þriðji kjósendahópurinn eru þjóðhyggjuvinstrimenn, sem löngum áttu heimili í Vinstri grænum.

Miðflokkurinn er vaxandi stjórnmálafl.

 


mbl.is 38% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helga skilur ekki þjóðhyggju

Egill Helgason umræðustjóri RÚV skilur ekki þjóðhyggju. Egill vitnar í pistil um þjóðhyggju, auðvitað án þess að geta heimildarinnar, og segist ekkert botna í einu eða neinu.

Í staðinn segir margyfirlýstur ESB-maðurinn Egill að neysla sé stjórnmálahugmynd. Egill er af þeirri kynslóð sem kynntist fyrst Íslendinga alþjóðlegri neyslu; amerískt tyggjó, franskar sokkabuxur og þýskur bjór alþjóðvæddu Egil þegar á unga aldri.

Við erum það sem við neytum, er skoðun Egils. En nei, takk, neysla er ekki stjórnmálaskoðun. 


Þórdís: ekki almannatengill embættismanna

Sömu embættismenn og reyndu að fá okkur til að samþykkja Icesae-lögin freista þess að læða í gegnum alþingi þriðja orkupakka ESB. Til skamms tíma talaði iðnaðarráðherra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, eins og hún væri almannatengill embættismanna.

Ekki lengur. Þórdís skynjar andstöðuna við þriðja orkupakkann, sem flytur forræðið yfir raforkumálum okkar til Brussel. Ráðherra gefur til kynna að blekking embættismanna sé að rakna upp.

Ísland er ekki hluti af evrópskum raforkumarkaði. Íslenskir embættismenn eru aftur hluti af samevrópskum valdamarkaði. Trúarsetning valdamarkaðarins er gamalkunn: allt vald til Brussel. Þetta er sama kenningin og Lenín boðaði fyrir hundrað árum: öll völd til sovétanna.

Icesave-lögin voru mistök vinstrimeirihlutans á alþingi sem þjóðin leiðrétti. Þriðji orkupakki ESB er eitrað peð sem alþingi á ekki að þiggja. Annars verðum við að leiðrétta alþingi, líkt og 2013. 


mbl.is Farið talsvert nærri stjórnarskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband