Guðni græni - ein spurning

Guðni Th. forseti er formlega kominn í flokk lofthitasinna. Af því tilefni er ein spurning til forseta lýðveldisins.

Hvert er kjörhitastig jarðarinnar?

Guðni má gjarnan ráðfæra sig við nýfengna vísindavini sína áður en hann svarar.


mbl.is Þjóðir heims standi saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary og endalok öfgafrjálslyndis

Vestræn ríki, Bandaríkin og ESB, stóðu fyrir öfgafrjálslyndi undir fölsku yfirskini lýðræðis og mannúðar. Þrír meginþættir einkenna öfgafrjálslyndið.

Í fyrsta lagi útflutningur vestrænnar stjórnskipunar til landa eins og Íraks, Sýrlands, Líbýu og Afganistan. Vopn voru einu rökin í þessum útflutningi sem eyðilagði viðkomandi ríki.

Í öðru lagi stórfelldur innflutningur á fólki frá ófriðarsvæðum öfgafrjálslyndis. Innflutningurinn stórskaðaði samfélög á vesturlöndum; hryðjuverk, gettósamfélög og götuóeirðir.

Í þriðja lagi afiðnvæðing vesturlanda þar sem framleiðslustörf voru flutt til Kína, Mexíkó, Víetnam, Indónesíu og fleiri landa.

Öfgafrjálslyndið skilur eftir sig sviðna jörð í öllum heimsálfum nema Suðurskautinu. Og núna segir einn helsti spámaður öfganna, Hillary Clinton, að nóg sé komið. Vonum seinna.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: Bretland út, Ísland inn

Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu með hávaða og látum; yfirvofandi stjórnarkreppu í London og hótunum frá Brussel, París, Madrid og Berlín. Ísland er á sama tíma að færast nær Evrópusambandinu með yfirvofandi innleiðingu þriðja orkupakkans.

Þriðji orkupakkinn færir Evrópusambandinu íhlutunarrétt yfir raforku Íslands. Jafnvel embættismenn í iðnaðarráðuneytinu viðurkenna að sæstrengur er flytti raforku frá Íslandi yrði á forræði Evrópusambandsins.

Evrópusambandið lætur ekki auðveldlega af hendi völdin, það sést á Brexit. 

Tíminn til að stöðva frekari íhlutun Evrópusambandsins í íslensk málefni er núna. Það er best gert með því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenska löggjöf.


mbl.is Ver útlínur fríverslunarsamnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband