Byltingin, Samherji og RÚV

Allt kjörtímabil Jóhönnustjórnarinnar 2009-2013 ríkir byltingarástand hér á landi. Fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldissögunnar komst til valda í kjölfar bankahrunsins. 

Til að viðhalda byltingarmóðnum og knýja fram róttækar breytingar, nýja stjórnarskrá og ESB-aðild, varð að búa til óvini. Bylting þrífst á óvinum og slúðri um spillingu þeirra og vélráð.

Óvinir byltingarstjórnarinnar voru: lýðveldið - ónýta Ísland, útgerðin - arðrán kvótaeigenda, Sjálfstæðisflokkurinn - valdablokk auðstéttarinnar. Síðast en ekki síst: föllnu bankarnir - auðmennirnir sem steyptu okkur í glötun.

Samherji og forstjóri fyrirtækisins tikka í alla reitina nema einn (lýðveldið).

RÚV var viljugt verkfæri að koma slúðrinu á framfæri og viðhalda óvinaímyndinni. Ekki aðeins í Samherjamálinu. RÚV boðaði til mótmælafunda á Austurvelli og lofaði beinni útsendingu. RÚV var íslenska útgáfan af þeim blóðþyrsta Robespierre í frönsku byltingunni.

En, sem sagt, og til að gera langa sögu stutta, byltingin rann sitt skeið vorið 2013. Byltingarflokkarnir biðu meira afhroð en dæmi eru um í stjórnmálasögu vesturlanda á friðartímum. Samfylking hrapaði úr 30 prósent fylgi í 12,9% og Vinstri grænir úr ríflega 20 prósent í 10,9%.

Og þjóðin var hólpin. RÚV lifir samt enn. Frakkar höfðu þó rænu á að gera Robespierre höfðinu styttri. 


mbl.is „Megn pólitísk myglulykt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir finna kreppueinkenni

Minni hagnaður banka sýnir að efnahagskerfið hægir á sér. Enn mælist hagvöxtur en hann fer minnkandi. Neysla almennings skreppur saman og færri atvinnutækifæri verða til þar sem fyrirtækin halda að sér höndum í mannaráðningum og segja jafnvel upp fólki.

Fram yfir áramót hangir annar óvissuþáttur yfir atvinnulífinu, sem eru yfirvofandi kjarasamningar við sósíalíska verkalýðshreyfingu.

Kreppueinkennin gætu orðið að fullveðja kreppu eða mjúkri lendingu hagkerfisins eftir langvarandi þenslu. Valið er okkar.


mbl.is Samdráttur í kortunum hjá öllum bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB hirti fullveldið af Bretum - barátta að fá það tilbaka

Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016 að segja sig úr Evrópusambandinu. Úrsagnarferlið sýnir að ESB lætur ekki svo glatt af hendi valdheimildir sem það hefur náð frá aðildarríkjum.

Óvissuástand er varanlegur þáttur í breskum stjórnmálum sl. 2 ár. Afsagnir ráðherra sem telja ESB reyna að gera Bretland að hjálendu sinni eru til marks um það.

Skýr niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki virt af Evrópusambandinu sem leggur sig fram um að gera Bretum óleik. Lærdómur fyrir fullvalda þjóðríki er að gefa ekki ESB færi á sér.


mbl.is Ríkisstjórnin samþykkti Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband