Orkupakkinn, staða umræðunnar

Umræðan um 3. orkupakka ESB, og hvort taka eigi hann í íslensk lög, hefur leitt í ljós að engin ástæða er fyrir Íslendinga að taka við pakkanum.

Það liggur fyrir að orkupakkinn á aðeins við þjóðríki sem tengjast raforkumarkaði ESB. Ísland er ótengt þeim markaði, enda enginn sæstrengur á milli Íslands og Evrópu.

Fordæmi eru fyrir undanþágum fyrir Ísland frá ,,pökkum" sem ESB fer fram á að EES-ríkin innleiði. Þannig hefur Ísland ekki tekið við ,,pökkum" um járnbrautalestir og skipaskurði

Samkvæmt þessum fordæmum ætti Ísland auðveldlega að fá undanþágu frá öllum raforkupökkum ESB, enda við ótengd raforkumarkaði Evrópu.

Ef það er rétt, sem talsmenn 3. orkupakkans segja, að Evrópusambandið leggi ofuráherslu á að Ísland innleiði orkupakkann er aðeins ein skýring á kappi Brusselmanna. Þeir vita sem er að verði orkupakkinn samþykktur á alþingi er einfalt að taka næsta skref, sem er að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu.

Og þar með væri Ísland orðin orkuhjálenda Evrópusambandsins.


mbl.is „Á dagskrá til að fela fjárlögin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólveig Anna og kaldlyndar menntakonur

Konur ,,sem starfa í umönn­un og í þjón­ustu­störf­um" eru ,,þjón­ustu­lundaðar, bros­mild­ar, góðar, elsku­leg­ar, kær­leiks­rík­ar," segir Sólveig Anna sósíalisti og formaður Eflingar.

Menntakonur eru sem sagt kaldlyndar og eiga ekkert gott skilið enda þær hluti af auðvaldinu.

Sólveig Anna aftur: ,,Þetta er gríðarlega mik­il­væg sósíal­ísk og fem­in­ísk krafa" - þ.e. að hjarthreinar og góðar konur fái kauphækkun. Skítt með hinar.

Maður fær sér popp og kók til að fylgjast með framvindu ,,sósíalísk-femínísku" umræðunnar.  


mbl.is Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín í 22. öld, Sólveig Anna er á 19. öld

Vinstri grænir héldu fund með verkalýðshreyfingunni. Formaður Vg og forsætisráðherra talaði um hagkerfi framtíðarinnar, sbr. viðtengda frétt. Sólveig Anna sósíalisti og formaður Eflingar boðaði stéttaátök 19. aldar, verkalýður gegn auðvaldi.

Vandi róttækra vinstrimanna birtist í hnotskurn hjá þessum tveim konum. Ýmist eru þeir fastir í fortíðinni eða horfa til framtíðarlandsins, sem einu sinni var Ráðstjórnarríkin, þá ESB og núna loftslagslandið.

Sameiginlegur forfaðir Katrínar og Sólveigar Önnu, Karl Marx, sagði trú ópíum fólksins. Það eru áhrínisorð. Róttækir vinstrimenn geta ekki horfst í augu við samtíma sinn nema til að leggja á flótta inn í framtíðina eða afturábak.

Eftirlætisorð þessa fólks er hugsjón. Sanntrúaðir eiga sér hugsjón, skynsamir vinna með veruleikann hverju sinni. 

 

 


mbl.is Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband