Sósíalistar stela ekki - en millifæra í þágu málstaðarins

Sósíalistar eru ekki hluti íslensks samfélags. Í byltingarorðræðu sósíalista er Ísland í helgreipum borgarastéttarinnar. Eins og Sólveig Anna er talandi dæmi um þá eiga sósíalistar ekki nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á borgaralegum siðum.

Eignarétturinn er hornsteinn borgaralegs samfélags. Það heitir þjófnaður þegar eitthvað er tekið ófrjálsri hendi.

Í orðaforða sósíalista er sjálftaka úr sjóðum verkalýðshreyfingarinnar ekki þjófnaður heldur millifærsla í þágu málstaðarins.


mbl.is Segir Sirrý „fyrirlitlega manneskju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óreiðan, Katrín og félagsauður

Forsætisráðherra vaknar upp við Trump-fréttir RÚV á hverjum morgni og kennir við upplýsingaóreiðu. Hún vitnar í kanadíska fræðimanninn Marshall McLuhan en hann er höfundur kenningarinnar að miðillinn sé boðskapurinn. Tæknin, sem sagt, mótar innihaldið. Ergó falsfréttir á netmiðlum.

McLuhan setti kenninguna fram þegar sjónvarp var allsráðandi. Netmiðlar eru ráðandi afl í opinberri umræðu síðustu ára. Þar er Trump meistarinn. Jafnvel á Íslandi var hægt að spá sigri Trump nokkrum mánuðum áður en Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu haustið 2016.

Netmiðlar valda upplýsingaóreiðu vegna þess að stórkostlegar ýkjur og beinar lygar fá meiri og hraðari útbreiðslu en yfirvegaðar, hlutlægar og málefnalegar fréttir.

Gegn óreiðunni teflir Katrín fram félagsauði. ,,Ég vil tala upp stjórnmálaflokka," segir hún í RÚV-viðtalinu.

Í stjórnmálaflokkum með fortíð verður til menning um hvernig hlutirnir skulu gerðir. Eldri flokkar eru ólíklegri en ný-flokkar til að láta pólitískar tískusveiflur umpóla sig á örskoti. 

Spaka-Kata veit sínu viti.

 

 


Bloggfærslur 3. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband