Þjóðhyggja eftir fasisma og 30 ára stríðið

Fasismi varð til í fyrri heimsstyrjöld. Hitler var í skotgröfunum á vesturvígstöðvunum. Þýski herinn stóð á franskri grund í stríðslok. Borgarastéttin, sem hóf stríðið, gafst upp og með henni lauk heimsveldaskeiði Evrópu. Mussolíni varð í fyrra stríði fráhverfur sósíalism, sem var mótvægi við heimsvaldastefnuna, og tók upp merki fasisma.

Þeir félagar eru andlit hugmyndafræði sem skýtur rótum um alla Evrópu í hálfleik 30 ára stríðsins 1914-1945.

Þjóðhyggju var reynt að útrýma eftir 30 ára stríðið. Alþjóðahyggja skyldi koma í staðinn. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og fleiri slíkar stofnanir áttu að leiða okkur inn í fagra nýja veröld.

En það tókst ekki. Alþjóðahyggjan rændi fólki átthagamenningu. Fjölmenningin reyndist uppskrift að villimennsku menningarkima, óeirða og hryðjuverka. Svarið var Brexit og Trump, sem markar upphaf endaloka alþjóðahyggju síðustu áratuga.

Helftin af pólitíska litrófinu, þessi sem kennd er við vinstristjórnmál, skilur ekki enn upprisu þjóðhyggju, skrifar helsta málgagn engilsaxneskra vinstrimanna, Guardian.

Fólk finnur sig heima í samfélagi sameiginlegs tungumáls, siða, sögu og menningu. Það er þjóðhyggja. Og hún er eina raunhæfa hugmyndafræðin. Allt hitt eru framandi ismar.

 


mbl.is Fagna lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkó gróf sína eigin gröf - og launþega

Við þurfum byltingu, er viðkvæðið í stærstu verkalýðsfélögunum, Eflingu og VR, síðustu misserin. Yfirstéttin arðrænir fátækt fólk sem lifir við sult og seyru, sósíalísk bylting er rétta svarið að sögn verkó.

Svartnætti og yfirvofandi kollsteypa skapar óvissu, lamar framtak og hræðir fólk og fyrirtæki frá fjárfestingum. Afleiðingin verður aðhald og samdráttur í atvinnulífinu. Undir þeim kringumstæðum skapast forsendur fyrir kauplækkun fremur en að laun hækki. Menn teljast heppnir ef þeir halda sjó.

Fréttir af uppsögnum fyrirtækja og minni hagnaði renna stoðum undir áróður sósíalista í verkó að hér sé allt í kalda koli.

Neikvæðni og svartsýni lamar baráttuþrek almennra launþega. Þeir sjá fram á atvinnuleysi og þá hjálpar ekki að kaupið hækki; þeir atvinnulausu eru alltaf á strípuðum bótataxta.

Byltingarorðræða sósíalista í verkó eru stærstu mistökin í seinni tíma sögu verkalýðshreyfingarinnar.

 


mbl.is „Dapurlegt á hvaða plani orðræðan er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband