Vanstilltur forstjóri Samherja

Eftir hrun vöknuðu grunsemdir að Samherji færi ekki að settum reglum um gjaldeyrisviðskipti. Fyrirtækið var rannsakað, eins og lög gera ráð fyrir. Eftir þóf í dóms- og réttarkerfinu, sem almennt telst ekki saknæmt, er fyrirtækið sýknað af sektargreiðslu með úrskurði hæstaréttar.

Málinu ætti þar með að vera lokið.

Forstjóri Samherja notar sýknuna til að krefjast hreinsana í Seðlabanka Ísland. Þetta eru öfgaviðbrögð manns sem heldur að hann standi ofar lögum. Vitanlega átti að rannsaka Samherja ef minnsti grunur vaknaði að stórneytandi á gjaldeyri hefði rangt við. Það var beinlínis skylda bankans. 

Það eyðileggur sigur Samherja í hæstarétti að forstjórinn gjammi á opinberum vettvangi um að embættismenn sem sinna starfsskyldum skuli missa vinnuna ef þeir sitja ekki og standa eins forstjórinn býður. Einhver vinveittur forstjóranum ætti að benda honum á að tímar Bogensen eru liðnir. Við búum í lýðveldi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum.


mbl.is SÍ hljóti að draga lærdóm af dómnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Götuþingmenn

Þingmenn götunnar, sem kjörnir voru af lista Samfylkingar og Pírata, leggja til að ávarpsorðin ,,háttvirtur þingmaður" og ,,hæstvirtur ráðherra" verði aflögð á alþingi.

Rökin eru þau að ávarpsorðin ,,samrýmast ekki þeirri lífsskoðun að samfélagið skuli byggt á jafnrétti." Þingmenn eru fulltrúar þjóðarinnar. Meðal þjóðarinnar eru margar lífsskoðanir og nokkuð digurt af götuþingmönnunum að láta eins og svo sé ekki.

Ávarpsorðin eru til marks um kurteisi og mannasiði sem alþingi ætti að standa vörð um.

Virðing þjóðþingsins lætur á sjá síðustu ár. Það yrði alþingi ekki til framdráttar að samþykkta tillögu götuþingmannanna.


mbl.is Hætti að vera hátt- og hæstvirtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpríkið á Íslandi og í Noregi fórnar fullveldinu

Djúpríki embættismanna á Íslandi og Noregi vill halda lífi í EES-samningnum til að missa ekki stöðu sína í valdamiðstöðinni í Brussel þar sem félagar þeirra starfa án lýðræðislegs umboðs við að afnema þjóðríkið.

Þriðji orkupakkinn er verðmiðinn sem Evrópusambandið setur á framhaldslíf EES-samningsins. Orkupakkinn er sniðinn þannig að embættismenn ESB fái íhlutunarrétt í orkumál Íslands; hvort sæstrengur skuli lagður frá Íslandi með tilheyrandi virkjunum og hækkun á raforku til almennings.

Djúpríki embættismanna er tilbúið að fórna fullveldi þjóðarinnar fyrir valdabrask umboðslausrar elítu. Aðeins kjörnir fulltrúar almennings, alþingismenn, geta komið í veg fyrir útflutning á fullveldi þjóðarinnar. Ef þingmenn standa ekki í lappirnar þegar þjóðarhagsmunir eru í veði bregðast þeir skyldu sinni.


mbl.is Höfðar mál gegn Ernu Solberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband