Sýndu reisn Þorsteinn og ljúktu málinu

Seðlabanki Íslands stóð fyrir rannsókn á bókhaldi Samherja vegna gruns um að reglur um gjaldeyrisviðskipti hafðu verið brotnar. Málið fór sína leið í réttarkerfinu og fékk Samherji sigur í Hæstarétti.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri má vel við una að fá sýknu í Hæstarétti. Aftur er verra að Þorsteinn kostar kapps að knésetja Seðlabankann í framhaldi.

Seðlabankinn verndar fjöregg þjóðarinnar, krónuna, sem kemur næst fullveldinu að mikilvægi í lýðveldinu. Í sjálfu hruninu og í framhaldi stóð bankinn vaktina, oftast með sóma og jafnvel glæsibrag. Það þýðir ekki að bankinn sé hafinn yfir gagnrýni eða að ekki hafi verið gerð mistök. Í umrótinu við hrunið og eftirmálum þess hefði margt mátt betur fara í stjórnsýslunni. En heildarmyndin er engu að síður þessi: stjórnkerfið stóðst álagið.

Þorsteinn Már yrði maður að meiri að láta gott heita eftir sigur í Hæstarétti. Og láta þjóðina njóta forystu Seðlabankans í peningamálum. Sú forysta er farsæl.


mbl.is „Þessu máli verður að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín hvetur konur til að mismuna körlum

Forsætisráðherra gefur það út að konur í valdastöðum eigi að hygla konum á kostnað karla.

Æ fleiri konur komast í valdastöður í samfélaginu, Katrín Jakobsdóttir er talandi dæmi.

Það er ekki í anda jafnréttis að hvetja til þess að annað kynið mismuni hinu.

Vinsamlega leiðréttu skilaboðin, Katrín.


mbl.is Konur auki tækifæri annarra kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-rökin í þriðja orkupakkanum

Hræðsluáróður Íslenska-ESB-ráðsins vegna þriðja orkupakkans er endurvinnsla á Icesave-áróðrinum: ef þið samþykkið ekki pakkann verður Ísland Kúba norðursins.

Jafnhliða er sagt að engu breytir þótt orkupakkinn sé samþykktur ,,ákvæði hans fela hvorki í sér valda­framsal til Evr­ópu­sam­bands­ins, af­sal for­ræðis yfir orku­auðlind­un­um né skyldu til að leggja sæ­streng til Íslands."

En það liggur fyrir að ríkisvald er framselt. Evrópusambandið fær valdheimildir yfir íslenskum málum með innleiðingu orkupakkans. Og sæstrengur er ræddur sem bein afleiðing af innleiðingunni.

Íslenska-ESB-ráðið starfar í þágu stórveldisins í Brussel og vill að við trúum að hvítt sé svart.


mbl.is Harma rangar upplýsingar um áhrif orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband