Samfylking: íslensk ungmenni í ESB-herinn

Samfylkingin er hlynnt því að íslensk ungmenni verði fallbyssufóður í stórveldabrölti Evrópusambandsins. Samfylking, með Viðreisn sem viðhengi, stefnir Íslandi inn í Evrópusambandið - fáist kjörfylgi til þess.

Evrópusambandið er í tilvistarkreppu. Gömul saga og ný er að stórveldi reyna með ófriði að berja í brestina og festa sig í sessi með hernaði.

Aftur eru fá söguleg dæmi um að stjórnmálaafl í smáríki geri sig að verkfæri stórveldis til að valda þjóð sinni miska. Nasjonal Samling í Noregi er eitt dæmi. Samfylkingin á Íslandi annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samfylkingin má sín ekki mikils á þingi i dag,en þeim mun meira í allskonar æviráðnum embættum og félögum með hlutverk,líkt og "engin landamæri" styrktum af erlendum auðmönnum. Oflátungs árátta stöðuhárra í Samfylkingunni birtist í yfirgangi,kærum og bottrekstri úr starfi auk fyrirlitlegrar framkomu við erlenda gesti ríkisstjórnarinnar(raunar spreng hlægilegt struns).

Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið að segja sig úr verðandi hernaðar-ráðríki ESB/EES..... 

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2018 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband