Birgitta boðar nýja stjórnmálahreyfingu

Fyrrum kafteinn Pírata, Birgitta Jónsdóttir, kallar eftir hugmyndum að nýrri stjórnmálahreyfingu þar sem 

eiga sér stað samræður alls konar hópa í frjálsu flæði og undir ægishjálmi hins vægðarlausa heiðarleika.

Píratar prófuðu vægðarlaust innanflokksstarf en nú skal heiðarleikinn vægðarlaus. Í stað öfga mætti kannski reyna ígrundun og skynsemi og kurteisa framkomu. En þá sæti öfgafólkið heima - virkt í athugasemdum.

 


ESB deyr, Evrópuherinn er næsta skref

Dauðaferli Evrópusambandsins er viðurkennt af æðstu embættismönnum ESB. Evrópuher er útspil Macron Frakklandsforseta til að búa í haginn fyrir valdakerfi er leysi af hólmi Evrópusambandið.

Á morgun eru 100 ár liðin frá lokum fyrra stríðs. Frakkland og Belgía voru vígvöllurinn. Án stuðnings frá Bretlandi hefði Frakkland tapað fyrra stríði fyrir Þjóðverjum. Aðkoma Bandaríkjanna 1917 geirnegldi tap Þjóðverja.

Með Brexit eru Bretar á leið úr Evrópusambandinu. Bretar ráða yfir næst öflugasta her ESB-ríkja. Það er tómt mál að tala um Evrópuher án aðildar Breta. Hugmynd Macron felur í sér að Evrópusambandið líði undir lok en hernaðarsamvinna Breta, Frakka og Þjóðverja tryggi stöðu Vestur-Evrópuríkja gagnvart Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum.

Bretar eru vanir taktískum hernaðarbandalögum við meginlandsþjóðir. Í Napóleonsstríðum fyrir 200 árum studdu Bretar Prússa gegn Frökkum en Frakka gegn Þjóðverjum í fyrra og seinna stríði. Í millitíðinni stríddu þeir með Frökkum og Tyrkjum á móti Rússum í Krímstríðinu.

Ófriðareldurinn við bæjardyr Evrópu, í Tyrklandi og miðausturlöndum annars vegar og hins vegar í Úkraínu, er hvati gömlu stórveldanna þriggja að auka samstarfið í varnarmálum.

Líkt og ESB er Nató orðið regnhlífasamtök hvers mikilvægi fer óðum dvínandi. Nató getur ekki til lengdar þjónað tveim herrum, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu.

Nýtt og breytt alþjóðakerfi tekur á sig mynd næstu ár og áratugi. Staða Íslands markast sem fyrr af landfræðilegri stöðu landsins, sögu og menningu. Undir engum kringumstæðum ættum við að leggja lag okkar við deyjandi ESB og losa okkur undan EES-samningnum.

Í varnarmálum er Nató skásti kosturinn en aðeins tímabundið. Þegar kemur að viðskilnaði Bandaríkjanna og Vestur-Evrópuríkja er hag okkar fyrirsjáanlega betur borgið með samningum við Bandaríkin en gömlu nýlenduveldin.


mbl.is Trump móðgaður út í Macron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brussel virkjar á Íslandi - við verðum hjálenda ESB

Ef alþingi samþykkir 3. orkupakkann ákveður Evrópusambandið hvaða náttúruperlum á hálendi Íslands verði sökkt undir virkjun fyrir sæstreng til Evrópu. Það liggur fyrir að forræðið yfir íslenskri raforku er ekki lengur í höndum Íslendinga.

Með 3. orkupakkanum slær Evrópusambandið tvær flugur í einu höggi. Brussel tryggir sér aðgang að íslenskri raforku og um leið íhlutunarrétt í íslensk innanríkismál. Valdi yfir náttúruauðlind fylgja pólitísk áhrif.

Ice-Link strengurinn flytur ekki aðeins raforku frá Íslandi heldur einnig fullveldið. Þjóð sem missir yfirráðaréttinn yfir helstu náttúruauðlind sinni er ekki lengur fullvalda ríki heldur hjálenda.


mbl.is Ice Link-strengurinn á lista ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband