Samfylking: íslensk ungmenni í ESB-herinn

Samfylkingin er hlynnt því að íslensk ungmenni verði fallbyssufóður í stórveldabrölti Evrópusambandsins. Samfylking, með Viðreisn sem viðhengi, stefnir Íslandi inn í Evrópusambandið - fáist kjörfylgi til þess.

Evrópusambandið er í tilvistarkreppu. Gömul saga og ný er að stórveldi reyna með ófriði að berja í brestina og festa sig í sessi með hernaði.

Aftur eru fá söguleg dæmi um að stjórnmálaafl í smáríki geri sig að verkfæri stórveldis til að valda þjóð sinni miska. Nasjonal Samling í Noregi er eitt dæmi. Samfylkingin á Íslandi annað.


Fjandsemi er óskráð regla Pírata

Fjandsamlegt viðhorf er í erfðaefni Pírata. Allt frá stofnun er flokkurinn í harðri samkeppni við Samfylkinguna um að fjandskapast út í allt og alla.

Þegar Jón Þór Pírataþingmaður segir að ,,fjandsamlegt framferði verði ekki liðið" þýðir það að píratísk stjórnmál eru ólíðandi.

Jón Þór gefur út dánarvottorð Pírata. Hann er vel til þess fallinn.


mbl.is Fjandsamlegt framferði verði ekki liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn valkostur við Trump

Það á að heita svo að þingkosningar séu í Bandaríkjunum í dag. Í reynd er kosið um Trump forseta þótt nafn hans er hvergi að finna á kjörseðlum. Spurningin sem bandaríska þjóðin svarar er hvort hún vilji meira eða minna af Trump.

Enginn seinni tíma forseti Bandaríkjanna er með viðlíka áhrifamátt og sá sem nú situr í Hvíta húsinu. Fasteignasalinn frá New York naut sjónvarpsfrægðar til að ná kjöri fyrir tveim árum í valdamesta embætti jarðkringlunnar. Hann er í senn dáður og hataður en alltaf yfirþyrmandi.

Trump er ríkjandi pólitískt ástand. Enginn keppir við hann. 


mbl.is Pitt og DiCaprio hvetja fólk til að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband