Skrifað í skýin

Kannski var samruni Icelandair og WOW skrifaður í skýin þegar Icelandair losaði sig úr hótelrekstri, til að mæta fyrirsjáanlegum skilyrðum Samkeppnisstofnunar, og WOW fékk neitun frá ríkinu um rekstrarstuðning.

Gangi samruninn eftir verður til sterkt félag rekið undir tveim vörumerkjum. Félagið kemst ekki í einokunarstöðu gagnvart íslenskum neytendum að því gefnu að erlend félög haldi áfram að fljúga til landsins.

Samruninn er ásættanleg niðurstaða.


mbl.is Icelandair kaupir WOW air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafnið Voff Voff má alveg hverfa

Halldór Jónsson, 5.11.2018 kl. 12:55

2 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Fákeppnin lengi lifi...og nýfrjálshyggjan leggur blessun sína yfir ruglið.

Helgi Rúnar Jónsson, 5.11.2018 kl. 12:59

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gott mál.  Fréttir berast úr Kauphöllinni að hlutabréf í Icelandair hafi hækkað um 53% í dag.  Hvað sem nýfrjálshyggju líður þá er hin hyggjan hvimleiðari sem krefst þess að skattgreiðendur taki á sig tapið þegar undirboð á flugfargjöldum leiða til gjaldþrots.  Við þekkjum það.

Kolbrún Hilmars, 5.11.2018 kl. 15:22

4 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Þetta er betri kostur en að wow hefði farið í þrot.

Fólk má ekki gleyma því !

Birgir Örn Guðjónsson, 5.11.2018 kl. 19:17

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Læri það eitt af þessu að næst þegar Icelandair gefur út neikvæða afkomuviðvörun með tilheyrandi verðhruni, þá er skysamlegt að kaupa eins mikið af bréfum og maður hefur efni á. Garantí að einhver barbabrella er í þá uppsiglingu sem þeytir verðinu upp í háloftin að nýju. Win win fyrir Icelandair, wow!

Er félagið að spila á markaðinn eins og fiðlu? Ef maður veit þetta fyrirfram þá þarf náttúrlega engar vafasamar innherjaupplýsingar. "Trend" sem ekkert innsæi þarf til að sjá kemur í staðinn. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2018 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband