Þýskur sérfræðingur: náttúrauðlindir Íslands í þágu ESB

Ísland er ekki á leið í Evrópusambandið, sagði sérfræðingur þýskra stjórnvalda í viðtali við RÚV sumarið 2010, á meðan ESB umsókn Samfylkingar var í gildi. Carsten Schymik, helsti sérfræðingur Þýskalands í málefnum Norðurlanda, segir í RÚV

Schymik segir Þýskaland hafa hagsmuna að gæta og sjái mikla kosti við inngöngu Íslendinga í ESB. Það snerti náttúruauðlindirnar. ,,Fyrir utan fiskinn eru það endurnýjanlegar orkuauðlindir..." 

ESB umsókn Samfylkingar dó drottni sínum 2012. En Þýskaland og ESB hafa enn áhuga á náttúruauðlindum Íslands.

Nýtt í málinu er að ráðherrar Sjálfstæðisflokks leggja sig fram um að færa Evrópusambandinu á silfurfati raforkuna sem framleidd er á Íslandi. Þriðji orkupakkinn gengur út á það.

Blekking djúpríkisins á Íslandi gengur út á að telja þjóðinni trú um að þriðji orkupakkinn sé til að samræma reglur um meðferð raforku og sölu.

Evrópusambandið er stórveldi sem þekkir sína hagsmuni. Í stjórnarráði Íslands sitja heimasætur í þeirri trú að allir pakkar séu gjafir, - og stinga höfðinu ofan í umbúðirnar á meðan fjölskyldusilfrinu er stolið.

 


mbl.is Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB verður loftslagsland - þarf ódýrt rafmagn

,,Macron seg­ir að Evr­ópa hafi verið fremst í flokki varðandi græna orku­kosti og í bar­átt­unni gegn loft­lags­breyt­ing­um," segir í viðtengdri frétt þar sem Frakklandsforseti biðlar til Þjóðverja að setja saman Stór-Evrópu.

Hvað kemur það Íslendingum við? Jú, til að endurrafvæða Evrópu þarf ódýrt og vistvænt rafmagn.

Hvaðan á það rafmagn að koma? Frá Íslandi og Noregi sem verða raforkuhjálendur Stór-Evrópu.

Hvernig verður það gert? Með þriðja orkupakkanum.

 

 


mbl.is Hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpríkið hótar Þórdísi - hún tístir

Djúpríki embættismanna og valdainnherja létu Þórdísi Kolbrúnu heyra það í vikulok, eftir að hún hafði gefið undir fótinn að fresta innleiðingu þriðja orkupakkans. Í framhaldi tísti Þórdís stuðningi við EES-samninginn.

Rök djúpríkisins eru að samþykki Ísland ekki að verða orkuhjálenda Evrópusambandsins, með innleiðingu þriðja orkupakkans, sé EES-samningurinn í heild sinni í hættu.

Hvers vegna hótaði djúpríkið ekki slitum EES-samningsins þegar Ísland hafnaði öðrum ESB/EES tilskipunum t.d. um lestir og skipaskurði?

Í einu orðinu er sagt að þriðji orkupakkinn skipti engu máli, þar sem Ísland er ekki hluti raforkumarkaðar í Evrópu, en í hinu orðinu er hótað öllu illu ef við samþykkjum ekki þetta lítilræði.

Mótsögnin verður aðeins skýrð með því að meira búi undir. Og þar kemur aðeins eitt til greina. Evrópusambandið hyggst tryggja sér orku íslenskra fallvatna. Virkjunarsinnar á Íslandi sjá í hillingum langstærsta drauminn, skammstafaður LSD.

Þórdís tístir en náttúrverndarsinnar eru þöglir sem gröfin. Merkilegt.


Bloggfærslur 19. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband