Kína, endalok vestræns lýðræðis og Trump

Kína átti samkvæmt kenningunni að verða lýðræðisþjóðfélag eftir því sem velmegun jókst. Veruleikinn hafnaði kenningunni. Millistéttin í Kína óx en sættir sig við kommúnísk stjórnvöld. Kannski einmitt vegna þess að undir kommúnisma urðu landsmenn ríkir.

New York Times endursegir kenninguna sem brást í frásögn af uppgangi Kínverja síðustu áratugi.

Allt frá hruni sovésku útgáfunnar af kommúnisma er staðföst trú vestrænnar elítu að lýðræði komi í kjölfar velmegunar. En eins og Marx gamli sagði endurtekur sagan sig, fyrst sem harmleikur, einkavæðingin í Rússlandi, en síðan sem farsi - samanber lýðræði í Kína.

Hvað gera bændur þá? Jú, drög að svari er að kjósa yfir sig karla eins og Trump. Hann er ekki beinlínis holdtekja lýðræðis en kann réttu svörin við ólýðræðislegu útgáfunni af kapítalisma sem rekin er í Kína.

Rök standa til þess að við horfum upp á endalok vestræns lýðræðis í þeirri mynd sem það tók á sig eftir seinni heimsstyrjöld. Við getum ekki sagt, líkt og Hegel, lærifaðir Marx, að ef kenningin rímar ekki við veruleikann verður að skipta út raunveruleikanum.

Vesturlönd eru fremur illa undir það búin að takast á við harðnandi heim. Í okkar heimshluta er krafan um örugg rými í háskólum, til að losna undan áreitni ágengra hugmynda. Eins og heimspekikúrekinn John Wayne sagði; lífið er erfitt og því erfiðara sem þú ert heimskari. 


Segir Björn Leví af sér þingmennsku?

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, reiddi hátt til höggs þegar hann sakaði samþingmann um fjársvik.

Höggið geigaði.

Segir Björn Leví af sér þingmennsku? Eða ætlar hann ekki að axla ábyrgð?


mbl.is Hátterni ekki andstætt siðareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæstrengur fylgir 3 orkupakkanum

Forstjóri Landsnets boðar sæstreng til Evrópu í fari svo að alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Sæstrengurinn yrði lagður í þágu Evrópusambandsins og undir yfirstjórn Brussel.

Þar með yrði Ísland orkuhjálenda ESB.

Auðvitað segir forstjórinn að sæstrengurinn yrði lagður til að tryggja öryggi Íslendinga. Það er eitthvað svo óöruggt að búa á Íslandi án þess að vera kominn upp á náð og miskunn stórveldis. 


Bloggfærslur 26. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband