Þórdís trompar Gulla - hvað gerir Bjarni?

Þriðja orkupakka ESB verður frestað til vors, sagði Guðlaugur Þór utanríkisráðherra í gær. Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra trompar Gulla í dag; frestum pakkanum til hausts 2019.

Samkeppni sjálfstæðisráðherranna um frestun á innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslensk lög staðfestir það sem augljóst er af umræðunni. ESB-sinnar, bæði þeir sem koma fram undir nafni og kennitölu og laumusinnar, töpuðu umræðunni um hvort færa skuli yfirráðin yfir íslenskri raforku til Brussel.

Bjarni Benediktsson formaður yrði maður að meiri að lýsa því yfir að þriðji orkupakkinn verður ekki leiddur í íslensk lög með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.

Þá væri málið dautt.Á afmælisdegi Jónasar er við hæfi að afþakka vonda útlenska pakka. Flokkur sjálfstæðis stæði betur undir nafni. 

 


mbl.is Útilokar ekki frekari frestun orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laumu ESB-sinnar, lestir, skipaskurðir og sæstrengur

Í svari þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Á. Andersen, núverandi dómsmálaráðherra, segir í niðurlagi um undanþágur Íslands frá EES-samningnum:

 Ísland hefur þannig samið um ýmsar aðlaganir og undanþágur, hvort sem er að hluta eða í heild. [...] Þá má bæta við að Ísland þarf hvorki að innleiða gerðir á sviði lestarsamgangna né um skipgengar vatnaleiðir.

Þeir sem vilja að Ísland innleiði þriðja orkupakka ESB í gegnum EES-samninginn segja að hann skipti ekki máli fyrir Íslendinga þar sem enginn sæstrengur sé á milli Íslands og Evrópu. Það liggur fyrir að Ísland fái undanþágur ,,í heild" frá tilskipunum sem eiga ekki við um landið okkar, s.s. vegna járnbrauta og skipaskurða.

Þá vaknar spurningin: hvers vegna er Ísland ekki með heildarundanþágu frá orkustefnu ESB?

Svarið liggur í augum uppi. Í stjórnkerfinu eru menn sem ætla sér að læða raforkumálum Íslendinga undir yfirráð ESB. Þriðji orkupakkinn er Trójuhestur laumu ESB-sinna í stjórnkerfinu.

Núna segist utanríkisráðherra ætla að fá ,,fær­ustu sér­fræðinga" til að ,,meta málefnalegar" athugasemdir. Guðlaugur Þór er í sporum þjófs sem staðinn er að verki og biður um ,,málefnalegt mat færustu sérfræðinga" hvort hann sé að taka eitthvað ófrjálsri hendi. Til dæmis fullveldi þjóðarinnar í orkumálum. 

 


mbl.is Fresta orkupakkanum til vors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband